Úrval - 01.08.1955, Síða 94

Úrval - 01.08.1955, Síða 94
KONUNGUR FJALLANNA EG er f jallabúi, af kyni Sérpa. Heimkynni þjóðar minnar er í Himalajafjöllum. Hamingj- an hefur verið mér hliðholl. Ég átti mér eina ósk, og sú ósk hefur rætzt; slíkt kemur ekki oft fyrir í lífi mannanna. Heit- asta ósk mín var að klífa fjall- ið Everest eða Chomolungma, eins og það heitir á tungu feðra minna — að standa á hæsta tindi jarðarinnar. Loks í sjö- undu tilrauninni tókst mér þetta. „Tuji che“, eins og við segjum á okkar tungu. „Ég er þakklátur.“ Ég tileinka Chomo- lungma þessa frásögn mína, f jallinu, sem ég á allt að þakka. Ég fæddist í Solo Khumbu í Nepal, sennilega árið 1914. (Sér- par hafa ekkert ritmál og því engar ritaðar heimildir). Ég hef hvorki lært að lesa né skrifa neitt tungumál, enda þótt ég geti talað mörg nú orðið. En útþrá hefur verið mér í blóð borin. Meðan ég var á bernskuskeiði, fóru Englendingar að ráða Sérpa sem burðarmenn í leið- öngrum sínum í Himalajafjöll- um. Brátt voru landar mínir við- urkenndir sem beztu f jallgöngu- menn heimsins, og þeim titli hafa þeir haldið síðan. En Sérpi þýðir ekki burðarmaður, eins og svo margir halda. Sérpar eru sérstakur þjóðflokkur af mong- ólskum uppruna, um 100 þús. talsins. Margir Sérpar tóku þátt í leið- öngrunum árin 1921, 1922 og 1924. Þegar þeir komu aftur heim, sögðu þeir miklar furðu- sögur af hvítu mönnunum, sem voru í svo stórum skóm og klæddust svo einkennilegum fötum, og hugðust klifra upp til himna. Everest, Everest — þeir töluðu allir um Everest — og það var í fyrsta skipti sem ég heyrði þetta nafn. „Hvað er Everest?" spurði ég. „Það er sama og Chomolungma,“ svör- uðu þeir. „Útlendingarnir segja að það sé hæsta fjall í heimi.“ Það er sagt, að Chomolungma þýði „Móðir heimsins“. En þeg- ar ég var drengur og horfði á fjallið, sem gnæfði við himinn tæpa dagleið frá heimili mínu, þá þýddi Chomolungma „Fjall- ið, sem enginn fugl getur flogið yfir“. Þetta sögðu allar Sérpa- mæður börnum sínum — og þetta sagði móðir mín mér. Ég var ellefta barnið af þrett- án, sem foreldrar mínir áttu, og aðalstarf mitt á bernskuár- unum var að gæta jakuxahjarð-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.