Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 94
KONUNGUR FJALLANNA
EG er f jallabúi, af kyni Sérpa.
Heimkynni þjóðar minnar
er í Himalajafjöllum. Hamingj-
an hefur verið mér hliðholl. Ég
átti mér eina ósk, og sú ósk
hefur rætzt; slíkt kemur ekki
oft fyrir í lífi mannanna. Heit-
asta ósk mín var að klífa fjall-
ið Everest eða Chomolungma,
eins og það heitir á tungu feðra
minna — að standa á hæsta
tindi jarðarinnar. Loks í sjö-
undu tilrauninni tókst mér
þetta. „Tuji che“, eins og við
segjum á okkar tungu. „Ég er
þakklátur.“ Ég tileinka Chomo-
lungma þessa frásögn mína,
f jallinu, sem ég á allt að þakka.
Ég fæddist í Solo Khumbu í
Nepal, sennilega árið 1914. (Sér-
par hafa ekkert ritmál og því
engar ritaðar heimildir). Ég hef
hvorki lært að lesa né skrifa
neitt tungumál, enda þótt ég
geti talað mörg nú orðið. En
útþrá hefur verið mér í blóð
borin.
Meðan ég var á bernskuskeiði,
fóru Englendingar að ráða
Sérpa sem burðarmenn í leið-
öngrum sínum í Himalajafjöll-
um. Brátt voru landar mínir við-
urkenndir sem beztu f jallgöngu-
menn heimsins, og þeim titli
hafa þeir haldið síðan. En Sérpi
þýðir ekki burðarmaður, eins og
svo margir halda. Sérpar eru
sérstakur þjóðflokkur af mong-
ólskum uppruna, um 100 þús.
talsins.
Margir Sérpar tóku þátt í leið-
öngrunum árin 1921, 1922 og
1924. Þegar þeir komu aftur
heim, sögðu þeir miklar furðu-
sögur af hvítu mönnunum, sem
voru í svo stórum skóm og
klæddust svo einkennilegum
fötum, og hugðust klifra upp
til himna. Everest, Everest —
þeir töluðu allir um Everest —
og það var í fyrsta skipti sem
ég heyrði þetta nafn. „Hvað er
Everest?" spurði ég. „Það er
sama og Chomolungma,“ svör-
uðu þeir. „Útlendingarnir segja
að það sé hæsta fjall í heimi.“
Það er sagt, að Chomolungma
þýði „Móðir heimsins“. En þeg-
ar ég var drengur og horfði á
fjallið, sem gnæfði við himinn
tæpa dagleið frá heimili mínu,
þá þýddi Chomolungma „Fjall-
ið, sem enginn fugl getur flogið
yfir“. Þetta sögðu allar Sérpa-
mæður börnum sínum — og
þetta sagði móðir mín mér.
Ég var ellefta barnið af þrett-
án, sem foreldrar mínir áttu,
og aðalstarf mitt á bernskuár-
unum var að gæta jakuxahjarð-