Úrval - 01.02.1956, Page 21
AÐ HUNDRAÐ ÁRUM LIÐNUM
19
lega að gera lífið fátæklegra.
Vér getum öðlast nýjan mæli-
kvarða á verðmæti, lært að
meta hið sanna gildi þess, sem
oss virtist áður hversdagslegt,
og jafnframt lært að sjá hvers-
dagsleika þess, sem vér áður
mátum mikils. ,,Minnumst þess
hve oss finnast nú auðskildar
hreyfingar plánetanna, og hve
erfitt er enn að skilja lífsferli
ormsins.“
Það verður ekki sagt, að vér
séum neitt í námunda við það
að skilja sambandið milli heil-
ans og þess sem vér köllum
huga. Menn hafa alla tíð gert
ráð fyrir því, að einföld sam-
svörun sé milli ástands heilans
og vitundarinnar, en það hefur
aldrei verið sannað. Rannsóknir
á fjarskynjun hafa ekki rýrt
gildi þessarar tilgátu, en þær
hafa leitt ýmislegt í ljós, sem
Thomson telur erfitt að loka
augunum fyrir. Ef þær niður-
stöður sem fengizt hafa stand-
ast frekari dóm reynslunnar,
kann að verða nauðsynlegt að
endurskoða rækilega ríkjandi
skoðanir á hugarstarfsemi
mannsins. ,,Málið er geysimikil-
vægt,“ segir Thomson, ,,og allt
of lítið hefur verið unnið að
rannsóknum á því.“ Landamæri
hugans eru sýnilega enn langt
undan; það er ekki einungis
hugsanlegt, að starf hugans fari
eftir ókunnum leiðum, heldur
bendir ýmislegt til þess, að „vér
notum hvergi nærri alla þá
möguleika, sem hugurinn býr
yfir“. Það er engin óhagganleg
ástæða til þess að einungis fáir
menn séu skarpgáfaðir, og allir
hinir miðlungsmenn eða síðri.
Hví þarf stærðfræðimeistarinn
eða tónsnillingurinn svo oft að
vera fábjáni á öðrum sviðum?
Er engin leið til að þjálfa sér-
gáfur þannig, að margir geti
leyst af hendi það, sem aðeins
fáir geta nú? Það er erfitt að
spá um það hvernig heili manns-
ins verður bættur, hvort það
verður með lyfjum, með því „að
leiða í hann rafstraum í réttum
skömmtum“, með uppeldisað-
ferðum, með sálfræðilegum að-
ferðum þegar í frumbernsku eða
vali á stökkbreytingum. En
Thomson trúir því, að það muni
verða gert. Sú staðreynd, að
maðurinn hefur tekið miklum
breytingum frá því hann var
lindýr, ekki hvað minnst í höfð-
inu, styrkir þá trú. En að heil-
inn, sem getur séð fyrir óorðna
hluti, skuli eiga sér framtíð sem
ekki er hægt að sjá fyrir, það
er glæstasta von mannkynsins
um framtíðina.