Úrval - 01.02.1956, Page 32
30
ÚRVAL
hengislá og hann gat hangið í
þessari hengislá allt sitt líf án
þess hún bilaði.
„Maður kemur heim og er
góður,“ sagði hann. „Veiztu, að
ég hefði getað verið miklu leng-
ur niðri í bæ? Ég hefði getað
verið að skemmta mér núna.
I staðinn kem ég heim og er
góður við nöldurkerlingu. Að ég
skuli vera svona góður og svona
heimskur, svei attan!“
Hún fór aftur inn í eldhúsið
og vissi ekki hvað hún átti að
taka til bragðs.
„Vertu kyrr hjá okkur,“ sagði
Richard við mig. „Þú kemur
nógu snemma heim.“ Nei, sagði
ég, konan bíður eftir mér. Ég
ætla heim til kellu minnar. „Býr
bú við konuríki?“ æpti Richard.
0, fjandakornið! æpti ég. En
mér þykir gott að vera heima.
Mér þykir gott að vera hjá kellu
minni, því að hún er skrambans
ári góð. „Komdu með í Gam-
brinussalinn að minnsta kosti,“
sagði hann. Nei, sagði ég. Ég
fer heim til kellu minnar. „Þú
ert aumingi," sagði hann. „Það
verður líf og fjör bráðum. Ég
á von á heilflösku fyrir kvöldið.
Komdu heim með mér, Sören.
Það skal verða glatt á hjalla,“
sagði hann. Nei, sagði ég. Nú
fer ég heim. Ég ætla að koma
við hjá Berg og kaupa ávexti
handa konunni, sagði ég. Hún er
svo gráðug í vitamín, sagði ég,
og ég sagði ekkert nema gott
um þig, bannsett nöldurkerling-
in þín.“
Hún stóð við eldhúsbekkinn
og sneri að honum baki.
„Maður kemur heim og er
góður," sagði hann aftur og var
himinlifandi yfir að hafa fundið
þessi orð. Þau héngu eins og
hengislá yfir höfði hans, og
hann hoppaði upp og greip um
hengislána og lék hinar furðu-
legustu listir. Hann týndi til
fjölda atvika og kastaði þeim
upp og sláin hélt öllu.
„Maður kemur heim,“ sagði
hann.
Hann var dolfallinn yfir því
að hann skyldi vera heima. Það
var stórfurðulegt að hann skyldi
standa þar sem hann stóð.
„Drottinn minn!“ hrópaði
hann. „Ég hefði getað farið með
Richard. Það er maður sem
kann að skemmta sér. Eins og
maður hefði nú getað látið sér
líða vel núna! Maður hefði get-
að fengið nóg að drekka, og
Richard hefði getað útvegað
manni kvenmann. Eina unga og
granna, sem væri til í tuskið.
Én í staðinn fer maður heim.“
„Sören“ sagði hún og gekk
til hans og lagði hendurnar á
axlir honum. „Þú veizt, að ég
vil þér aðeins vel. Farðu úr. Þú
sérð eftir því á morgun, ef þú
ferð niður í bæ aftur. Hugsaðu
um peningana, þó að þú hugsir
ekki um mig.“
Hann stjakaði við henni og
hélt henni armslengd frá sér.
„Þegar ég lít á þig,“ sagði
hann, „verð ég meira og meira
undrandi jrfir því, að ég skyldi