Úrval - 01.02.1956, Side 34

Úrval - 01.02.1956, Side 34
32 ÚRVAL ar kartöflurnar í skálinni. Hún varð að kafa æ lengra eftir þeim. Hann horfði lengi á hana. Örvæntingin læsti sig æ fastar um hann. Hann gat ekki afborið hana án þess að sleppa sér. „Maður kemur heim og er góður!“ æpti hann aftur. „En þó að maður komi heim og sé góður, þá mætir maður ekki öðru en nöldri og ólund. Ég þurfti ekki annað en sjá í þér augnhvítuna þegar ég kom inn úr dyrunum til þess að vita hve heimskur ég var að koma heim til svona konu.“ Hún þagði og hélt áfram að flysja. Henni var nú ljóst, að hann mundi fara niður í bæ aftur. Hann mundi halda áfram að drekka og eyða peningum og spilla heilsu sinni og samvizku. Hann mundi fara með þessum Richard heim. Þeir myndu drekka frá sér allt vit og síðan ná sér í kvenfólk. Ó! Það gaus upp í henni. Af hverju var hún ekki öðruvísi? Af hverju gat hún ekki látið undan honum til þess að gera honum til geðs? „Maður kemur heim og er góður!“ æpti hann enn. „En hér er ekki hægt að vera. Adjö!“ Hann hallaði sér inn um dyrn- ar yfir girðinguna sem orð hans höfðu reist. Hann fann að vesal- dómur hans og ótuktarskapur var nú alger, en hann gat ekki stillt sig um að gretta sig fyrir- litlega framan í hana. „Adjö, nöldurkerling!“hreytti hann úr sér. Hann sneri sér á hæli og byrj- aði að blístra. Hann gekk nokkra hringi kringum borðið. Svo bjóst hann til þess að steppa. Það var kveðjan: Trararapp rapp rapp! Trara- rapp rapp rapp! Hún var hætt að flysja. Hún starði niður í skálina á mógrátt flusið sem hringaði sig í mjóum ræmum. Henni flaug allt í einu í hug að þetta væri heili, manns- heili, eða ef til vill heili guðs, eða kannski heili tilverunnar, sem lá þarna í skálinni í kjöltu hennar. Örvænting hennar lokaði sér og varð á einhvern hátt algjör. Hún náði til alls veruleikans. Ekkert gat forðað sér úr skugga hennar. Allt það sem mestu máli skipti var í járngreipum örvænt- ingarinnar. Kvölin, sem greip hana, var næstum deyfandi. Hún hjúpaði hana svörtu skýi. Hún hefði tor- tímzt, ef þetta hefði haldið á- fram, hugsaði hún síðar. Hún hefði ekki getað lifað í þessu skelfilega skýi. Langt, langt í burtu heyrði hún fótaskelli Sör- ens. Þeir f jarlægðust æ meir unz þeir höfðu náð yztu brún þagn- arinnar. Þá spratt hún allt í einu upp og hljóp inn í stofuna og fleygði sér í fang honum. „Sören! Ég er svo óskaplega hrædd!“ hrópaði hún. „Þú verð- ur að hjálpa mér!“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.