Úrval - 01.02.1956, Síða 39
UM ÁRAMÓTASIÐI 1 KlNA
37
bjóða Ts... til kvöldverðar." IJt-
litið var allt annað en gott.
Klukkan hálfsex kom yngsta
dóttir mín í nýja, rauða kjóln-
um sínum.
„Hver klæddi hana í nýja
kjólinn," spurði ég dálítið ásak-
andi, en þó kurteis.
„Huangma," var svarað. Hu-
angma og Chouma voru vinnu-
stúlkurnar okkar.
Klukkan sex tók ég eftir að
búið var að kveikja á rauðu
kertunum á arinhillunni. Flökt-
andi ljós þeirra vörpuðu sigri-
hrósandi hæðnisbirtu á vísinda-
vitund mína. Raunar var þá
mjög tekið að dofna yfir henni.
„Hver kveikti á kertunum?“
spurði ég.
„Chouma,“ var svarað.
„Og hver keypti þau?“
„Þú keyptir þau sjálfur í
morgun."
„Gerði ég það?“ Það getur
ekki hafa verið vísindavitund
mín; það hlýtur að hafa verið
einhver önnur vitund. Mér
fannst ég hljóta að vera dálítið
hlægilegur ásýndum, ekki fyrst
og fremst vegna þess sem ég
hafði gert um morguninn, held-
ur vegna þeirrar innri baráttu
sem þessa stundina fór fram í
huga mínum og hjarta. Ég
hrökk brátt upp af þessu erfiða
hugarástandi við hvelli úr kín-
verjum fyrir utan. Þessir hvellir
sukku einn af öðrum djúpt í
vitund mína. Þeir snerta hjarta
Kínverjans á þann hátt sem
enginn Evrópumaður getur gert
sér í hugarlund. Hvellunum frá
eystri nágranna mínum var
brátt svarað úr vestri, unz úr
varð samfelld hvellhríð.
Ég ákvað að láta ekki mitt
eftir liggja, tók peninga upp úr
vasa mínum og sagði við strák-
inn minn: „Ah-ching, farðu
með þetta og kauptu fyrir það
flugelda, kínverja og púður-
kerlingar, eins kraftmiklar og
stórar og þú getur fengið. Því
stærri, því betri, mundu það.“
Og í miðri hvellhríðinni sett-
ist ég að veizluborði og fagnaði
nýju ári á gamla vísu. Og ég
var merkilega sæll með sjálf-
um mér.
Snemma beygist krökur . . .
Þegar ég var ungur og innanbúðar í matvöruverzlun, kom
4 til 5 ára gamall snáði inn í búðina og sagði: „Manni, viltu
lána mér tvo aura?“
„Hvað ætlarðu að gera við þá?“ spurði ég.
,,Ég ætla að kaupa karamellur fyrir þá,“ sagði hann.
Hann fékk aurana og keypti fyrir þá karamellur.
„Hvenær fæ ég peningana aftur?“ spurði ég.
,,Þú ert búinn að fá þá!“ anzaði sá litli.
■— Harry Álmeby í „Allt",