Úrval - 01.02.1956, Page 41
39
HJÁLP 1 NAUÐUM
um sælöðrið, þegar ég kom nið-
ur. Hún hljóp á móti mér, benti
á gargandi gassann og spurði
kvíðafull: „Hvað er að?“
Þegar ég hafði sagt henni það,
sagði hún vantrúuð: ,,Og hann
hefur verið hjá henni allan tím-
ann! Af hverju flaug hann ekki
með hinum gæsunum?"
Ég sagði henni, að gæsahjón
bindust tryggðarböndum ævi-
langt. „Alveg eins og við!“ sagði
Betty undrandi og leit á mig.
Þegar gæsin var komin inn í
víkina, skammt undan landi sá
ég, að ekki var til setunnar boð-
ið, höfuðið var orðið máttlaust
og maraði í kafi: hún var að
drukkna. Það var tuttugu faðma
kaðall í skottinu á bílnum mín-
um og ég hljóp eftir honum.
Svo fór ég úr skónum, jakkan-
um og skyrtunni, batt kaðalinn
um mittið, fékk Betty endann
og óð út. Mér tókst að ná í gæs-
ina og óð með hana í land. Ég
lagði hana í fjöruna og við fór-
um að athuga hana. Við sáum
fljótt hvað að var, hún hafði
einhvernveginn flækzt í ryðg-
aðri vírnetsræmu; báðir fæturn-
ir voru flæktir í henni ogvarnet-
ið milli fótanna og strengt yfir
bakið og framan við annan
vængkrikann. Fæturnir voru
illa særðir og vængurinn virtist
næstum sundurskorinn. Hún var
svo horuð, að augljóst var, að
hún hafði sama og ekkert étið
á sex vikna ferðalagi sínu.
Öi'væntingin í gargi gassans,
sem sífellt flögraði yfir höfði
TRYGGÐ I ÁSTUM
okkar, gekk okkur að hjarta-
rótum. Einhvernveginn smaug
garg hans inn í sljóa vitund gæs-
arinnar. Hún rak upp hása
skræki og bægslaðist af stað
upp ströndina. Betty hljóp á
eftir henni og greip hana í fang-
ið. Ég fór að sækja járnklipp-
ur, sem voru í verkfærakass-
anum í bílnum og þegar ég hafði
fundið þær var Betty á leið upp
ströndina með gæsina, sem nú
var bersýnilega alveg meðvit-
undarlaus. Ég fór á eftir henni
inn í íbúðarvagninn og við sett-
um særða fuglinn á bekk. Hann
lá hreyfingarlaus að öðru leyti
en því, að um vængina fóru hátt-
bundnir kippir, álíka tíðir og
hjartsláttur minn. Við héldum
að hún væri að deyja, en ég
held nú að einhver hluti huga
hennar hafi verið starfandi og
hana hafi verið að dreyma að
hún væri að fljúga.
Ég klippti utan af henni vír-
netsflækjuna og athugaði sár
hennar. Fæturnir voru bólgnir
með djúpum skurðum og sin-
arnar illa farnar, en ég taldi þó,
að með góðri hirðu myndu þær
gróa. Vængurinn var hræðilega
illa farinn. Efst við bolinn virt-
ust sinarnar sundurtættar eftir
vírinn, en fjaðraleifar og ryð
fyllti sárin. Mér fannst óhugs-
andi, að gæsin gæti nokkurn-
tíma flogið aftur.
Betty setti upp vatn og náði
í sjúkrakassann og meðan ég
hafði fataskipti hreinsaði hún
vængsárið með bómull, töng og: