Úrval - 01.02.1956, Page 44

Úrval - 01.02.1956, Page 44
42 ÚRVAL á hann og haltrað gargandi til hans, baðandi öðrum vængnum. Sjónin sem mætti gassanum — bægslagangurinn, hvítt bind- ið um fæturna, þykkar umbúð- irnar um vænginn og beltið ut- an um bolinn — var meira enn hann þoldi. Hann lagði á flótta. Jinty rak upp örvæntingargarg og hoppaði á eftir honum af furðulegri leikni, en nokkrar mínútur liðu áður en gassinn lofaði henni að nálgast sig. En að lokum stóðu þau andspænis hvort öðru, kurrandi. Ekki var nokkur vafi á því, að þau voru að tala saman á máli sínu. Ég leit á Betty. Augu hennar vorrn rök og skær og bros ljómaði á andlitinu. Hún hafði nú kynnzt því, sem ég hafði kynnzt áður, að fuglinn er annað og meira en hold og fjaðrir og frumstæð- ar hvatir. Upp frá þessu var Jinty ekki hrædd við okkur. Við skiptum á henni á hverjum degi og gáfum henni að éta, og nú vantaði ekki matarlystina. Einkum varð náin vinátta milli hennar og Betty og skröfuðu þær saman eins og þær skildu hvor aðra. Gassinn var ákaflega styggur og kvaldist af ótta á hverjum morgni meðan við vorum að skipta á Jinty. Flaug hann þá upp og gargaði mikið. En er frá leið fór hann að venjast þessu og lét sér nægja að hoppa spöl- kom í burtu og bíða þangað til lækningsaðgerðinni var lokið. Ófær eins og Jinty var til flugs virtist hún nú hafa sætt sig við að vera kyrr við litlu víkina okkar; og þegar Jin (eins og Betty kallaði gassann) hafði sannfærzt um, að honum var ekki hætta búin, sætti hann sig líka við ástandið. Þau höfðu nóg gras að bíta og í læknum sem rann í víkina gátu þau baðað sig. Ég hafði aldrei fyrr sér Betty svo hamingju- sama, svo fullkomlega í sátt og samhljóm við lífið, og þann tíma sem nú fór í hönd. Fyrir umhyggju hennar greri Jinty sára sinna fljótt og vel, og eftir hálfan mánuð gátum við tekið umbúðirnar af fótum hennar. Viku seinna tókum við bindið af vængnum. Þurrt og sterkt hrúð- ur var á sárinu, sem virtist að mestu gróið, en vængurinn Iafði og hún virtist finna til í honum, svo að við létum beltið vera áfram. Viku seinna tókum við eftir, að gæsirnar héldu sig orðið mik- ið uppi á höfðanum sunnan vík- urinnar, sem var gróinn lyngi og grasi. Ég sagði við Betty: „Ef ekki væri orðið svona álið- ið vors, mundi ég segja að þær ætluðu að fara að gera sér hreið- ur þarna.“ Betty leit snöggt á mig. „Heldurðu það?“ spurði hún áköf. ,,Mér finnst það mjög ótrúlegt,“ sagði ég, ,,það eru komnar margar vikur fram yfir varptíma þeirra og auk þess er Jinty ekki vel undir slíkt búin.“ „En ég hef stríðalið hana,“ andmælti Betty og eftirvænt-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.