Úrval - 01.02.1956, Síða 50
48
ÚRVAL
Slíkar skýrleiksstundir eru
jafnkvalafullar fyrir tötra-
manninn og þann sem verður
vitni að þeim. Til allrar ham-
ingju á hann samúðarríkan vin
til þess að greiða honum ferð-
ina niður: vínið, sem, eins og
Baudelaire segir, var skapað:
Pour noyer la rancceur et bercer
l’indolence
De tous ces vieux maudits qui
meurent en silence!*)
Vínið drekkir fortíðinni og
deyfir nútíðina. Það er hið eina
sem tötramaðurinn er fús til að
greiða fé fyrir. Hann er ekki
fyrr vaknaður en hann flýr á
náðir flöskunnar. Um hádegi er
hann drukkinn eins og dánu-
maður.
Þetta er einmitt meginkostur
vínsins: það lyftir tötramann-
inum upp í tiginna manna tölu.
Því að þetta er hið furðuleg-
asta af öllu um tötramanninn:
hann verður að halda virðuleik
sínum hvað sem tautar ef hann
vill þrauka áfram. Og því ömur-
Jegri sem ástæður hans eru,
því brýnni er þessi nauðsyn.
Gagnstætt því sem ætla mætti
er lífið þeim mun bundnara
helgisiðum og ströngum reglum
sem það er frumstæðara: rétt
eins og helgisiðirnir geti vernd-
að manninn fyrir yfirvofandi á-
föllum. Tötramaðurinn vill láta
*) Til að drekkja hatrinu og svæfa
letina
hjá öllum þessum gömlu vesalingum
sem deyja drottni sínum!
heita svo að hann raki sig og
þvoi sér. Ég hef vitað tötra-
mann gera sér far um að þvo
af sér spjarirnar, þó að þær eigi
sér ekki, frekar en hann sjálfur,
viðreisnar von, og það svo sem
ekki hvaða dag vikunnar sem
er, heldur einungis á mánu-
dögum, eins og góðra, franskra
húsmæðra er siður. Annar set-
ur upp tætlur af hönskum þegar
hann fer að kaupa sér vín, ekki
til þess að halda höndum sínum
heitum — hvernig væri það
hægt — heldur til þess að fé-
lagar hans geti sagt um hann:
„Þarna fer monsieur.“ Tötra-
menn heilsa gjarnan hver öðrum
fyrirmannlega, bjóða hver öðr-
um til veizlu og skreyta veru-
stað sinn með hálfvisnum blóm-
um, sem þeir tína í göturæsinu.
Þeir eru lýsandi dæmi um hæfi-
leika mannsins til þess að gera
sér næstum óbærilegar aðstæð-
ur bærilegar. Öþverrinn sem
þekur þá eins og brynja er
þeim einnig vernd: læknir sagði
mér, að ef hann væri þveginn
af með of snöggum hætti í
sjúkrahúsi, gætu þeir dáið inn-
an fárra klukkustunda. Á sama
hátt breyta þeir siðferðilegri
niðurlægingu sinni — í sjálfs
sín augum að minnsta kosti, en
einnig, eins og áður segir, í
augum almennings — í jákvæða
heimspeki. Þeir spotta hina ríku
þegar þeir koma út úr lúxus-
hótelum sínum, hæðast að skrif-
stofumönnum á leið til vinnu
sinnar og gera sér allt far um