Úrval - 01.02.1956, Qupperneq 53
BLEKKINGAR I ÞÁGU VlSINDANNA
51
tveim stöðum, því að hann gæti
aldrei verið á tveim stöðum
samtímis til að sjá atburðinn
gerast. Einstein benti jafnvel á,
með hinni yfirlætislausu stærð-
fræði sinni, sem var blessunar-
lega óskiljanleg, ekki aðeins
leikmönnum, heldur einnig flest-
um vísindamönnum, að djarfar
vísindalegar tilgátur — svo sem
eins og sú, að tveir aðgreindir
atburðir gerist samtímis —
kunni að vera blekking. En upp
á síðkastið virðist svo sem há-
tíðleiki vísindanna sé ekki hinn
sami og áður. Nokkrar greinar
hafa birzt í vísindaritum, þar
sem rætt er í fullri alvöru um
blekkingar í þágu vísindanna.
Og svo kann að fara, að þess
verði skammt að bíða, að það
verði viðurkennt, að blekkingar'
gegni mikilvæguhlutverki í sum.
um greinum vísinda.
Þegar vísindamaður tekur sér
fyrir hendur að rannsaka, hvort
t. d. vítamíntöflur geti komið
í veg fyrir kvef, er tilgangslaust
fyrir hann að gefa þær hópi
manna einn vetur og spyrja þá
síðan hvort þeir hafi fengið
sjaldnar kvef en veturinn áður.
Ekki nægir heldur að gefa helm-
ing hópsins vítamín og bera
hann síðan saman við hinn helm-
inginn, sem ekkert vítamín fékk.
ímyndunarafl mannsins erþann-
ig, að sumir þeirra, sem fá víta-
mínin finna áhrif af þeim, af
þeirra ástæðu einni, að verið er
að gera tilraun á þeim. Nei,
reyndur vísindamaður fer þann-
ig að, vilji hann sannprófa
hvaða áhrif vítamín eða eitt-
hvert lyf hefur, að hann gefur
helming hópsins vítamín og hin-
um helmingnum áhrifalaust tál-
lyf, þannig, að enginn veit hvað
hann færa.
Á sama hátt og atburðir Ein-
steins, sem gerast á tveim stöð-
um samtímis, geta orðið fyrir
áhrifum frá þeim manni. sem
athugar þá, er nú talið, að
í vísindalegum skilningi sé ekki
hægt að fullyrða að tiltekið lyf
hafi tiltekin áhrif á eitthvert
líffæri líkamans, nema tekið sé
tillit til persónuleika þess
manns, sem líkaminn tilheyrir..
í Journal of Pharmacology birt-
ist nýlega hávísindaleg grein
þar sem bent er á, að þegar
verið sé að prófa áhrif lyfs, t.
d. á verki í sárum, og helm-
ing tilraunahópsins sé, eins og
rétt er, gefnar sprautur með
óvirkri upplausn — venjulega
saltvatni — sé nokkurnveginn
víst, að sumum þeirra sem salt-
vatnið fá, muni finnast það
draga úr sársauka. Vísindaleg
rannsókn á þessum mönnum,
sem finna áhrif frá óvirkum
Iyfjum, sýnir að þeim eru sér-
stök einkenni sameiginleg, líkt.
og á sér stað um hrakfallabálka,
þ. e. menn sem oft verða fyrir
slysum.
Undir eins og vér förum að
athuga hvernig ástatt er um
blekkingar í vísindum, vekur
það undrun vora, hve ■ margir
vísindamenn helga þessari grein