Úrval - 01.02.1956, Side 55
Víðförull amerískur blaðamaður og
rithöfundur lýsir ástandinu í
Suðurafríkusambandinu.
Suðurafríka í tákni óttans.
IJr bókinni „Inside Africa“,
eftir John Gunther.
SEINT á árinu 1954 varð til-
tölulega lítt þekktur stjórn-
málamaður forsætisráðherra
Suðurafríkusambandsins. Mað-
ur þessi heitir Jóhannes Ger-
hardus Strijdom og tók við af
dr. Malan. Mörgum varð á að
spyrja hvort breyting til batn-
aðar yrði nú á stjórn landsins.
Yrði Strijdom hófsamlegri í
kynþáttamálum og afstöðu
sinni til Breta en dr. Malan
hafði verið? Því er fljótsvarað:
Strijdom er jafnvel enn ofstæk-
John Gunther er einn af víðfræg-
ustu og víðförlustu fréttamönnum
heimsins. Bækur hans: Inside Asia,
Inside Europe, Inside Latin America,
Inside U.S.A. og Inside Africa hafa
náð alneimsútbreiðslu og þykja frá-
bærlega glöggar samtímalýsingar á
efnahag's-, atvinnu-, félags- og stjórn-
málum í þessum heimshlutum.
Gunther er viðsýnn og hleypidóma-
laus fréttamaður og sannleiksást
hans verður ekki dregin í efa. Úrval
hefur áður birt ýmislegt eftir hann,
m. a. útdrátt úr bókinni Dauði, hvar
er broddur þinn? (4. hefti 8. árg.),
sem er einskonar sonartorrek, lýsing
á síðasta æviári sonar hans, bar-
áttu hans við banvænan sjúkdóm,
sem lagði hann að velli 17 ára gaml-
an.
isfyllri en dr. Malan. Hann er
kaldlyndari, djarfari, yngri og
ósveigjanlegri. Munurinn á
þessum tveim mönnum er álíka
og á Hindenburg og Hitler.
Suðurafrikumenn eru ekki
nazistar, en stjórn Strijdoms er
reist, að minnsta kosti að
nokkru leyti, á þeim þrem á-
stríðum sem óskemmtilegastar
eru í fari hvers manns: hræsni,
ótta og umburðarleysi. Hún er
reist á óskoruðum yfirráðum
hvítra manna (þ. e. kúgun
fjögurra fimmtu hluta af íbú-
um landsins), og hún er að
sumu leyti ógeðfelldasta stjórn
sem ég hef kynnzt í nokkru
frjálsu landi.
Sambandsríki Suðurafríku er
algerlega frjálst og fullvalda
ríki innan brezka samveldisins.
En böndin sem tengja það við
Bretland eru að mestu leyti
táknræns eðlis. Sterk hreyfing
er uppi að slíta þau bönd að
fullu.
Ibúar Sambandsríkisins eru
13.500.000; af þeim eru 9 millj.
Afríkumenn og um 3 millj.
Evrópumenn. Auk þeirra er