Úrval - 01.02.1956, Side 56

Úrval - 01.02.1956, Side 56
54 ÚRVAL rösk milljón kynblendinga, 400.000 Indverjar og 65.000 Malajar. Hvítir menn eru þann- ig aðeins tæpur fjórðungur landsmanna. Hagfræðingar telja, að hvítum mönnum muni fjölga um helming á næstu 30 árum, en þeldökkir menn þre- faldast. Þar við bætist, að hvítir menn eru sjálfum sér sundur- þykkir. Af þeim eru um 1.800.000 Búar af hollenzku bergi brotnir og um 1.200.000 af brezkum ættum. Það sem skilur þessa tvo hópa er ekki aðeins uppruni og ólíkar tung- ur, heldur einnig gerólík lífs- viðhorf og efnahagsaðstaða. Ástand það sem nú ríkir í Suðurafríku er hörmulegra og hættulegra en nokkurs staðar annars staðar í heiminum. Sundurþykkur minnihluti mein- ar meira en 10 milljónum þel- aökkra manna að njóta frum- stæðustu réttinda. Málin eru raunverulega í fullkominni sjálfheldu: hinn hvíti minni- hluti getur ekki gereytt hinum þeldökka meirihluta, þó að hann vildi; þeldökki meirihlut- inn getur ekki rekið hvíta minnihlutann úr landi; og að- skilnaðarstefnan ( A'partheid ), sem krefst fullkomins aðskiln- aðar hvítra manna og þel- dökkra, er óframkvæmanleg án þess að eitra allt þjóðlífið. Af- leiðingin er sú, að þjóðin er öll í heljargreipum lamandi ótta. I Jóhannesborg, sem er þriðja stærsta borg í Afríku, næst á eftir Kaíró og Alexandríu, er ástandið þannig, að hvít kona ekur ekki ein í bíl til kvöld- veizlu í úthverfum borgarinn- ar vegna árásarhættu. Evrópsk börn leika sér í görðum og á leik- völlum, sem þeim eru sérstaklega ætlaðir. Elskendur þora ekki að setjast á bekk í lystigörðum borgarinnar eftir að orðið er rokkið. Fáir láta sig dreyma um að fara einir í gönguferð. Margir húseigendur sofa með byssur við rúmið og sumir hafa grimma hunda til að gæta húsa sinna. Öttinn sem hefur altekið borgarbúa elur á lögbrotum. Bankastjóri, sem er Banda- ríkjamaður, sagði við mig: ,,Mér sýndist ég sjá einhvern. svartan náunga vera að snuðra. í garðinum mínum í myrkrinu í gærkvöldi.“ ,,Hvað gerðuð þér “ spurði ég. „Eg skaut auðvitað á hann. Veit samt ekki hvort ég hitti ræfilinn.“ Jóhannes Strijdom er meðal- maður á hæð, grannur, dökk- hærður, skarpleitur og hörku- legur á svip, varirnar þunnar og augun ísköld, hvöss og blá. Hann brosir álíka oft og ostru- skelin opnar sig. Hann er af' þeirri tegund ofstækismanna. sem taldir eru hættulegastir: hugurinn brennheitur en hjart- að kalt. Ég átti langt samtal við Strijdom. Hann var kurteis i framkomu og hóflegur í tali.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.