Úrval - 01.02.1956, Side 69

Úrval - 01.02.1956, Side 69
AÐ VERÐA GAMALL 67 En það er ekki aðeins óða- gotið sem hækkar blóðþrýsting- inn. Verri eru geðshræringar og sorgir, sem ræna okkur gamla fólkið lífsþrótti og lífsvilja og stjakar okkur nær gröfinni. Hjónabandserjur, ógæfa upp- kominna barna, eða enn verra: grimmd og óvild í garð for- eldranna — gagnvart þessu er gamla fólkið jafnhjálparvana og bamið gagnvart uppeldisað- ferðum, ávítum og löðrungum foreldranna. Kannski er grund- völlurinn lagður að hinum háa blóðþrýstingi öldungsins þegar barnið heyrir í fyrsta skipti ó- þolinmóða skipun móðurinnar: ,,Ég sagði að þú ættir að klára vellinginn þinn, heyrirðu það!“ Líkn með ellinni er það, að blóðþrýstingstilfinningin og kvíðinn eru meira líkamlegs eðl- is en áður. Sálarkvölin, sem kemur á eftir eða orsakar þrýst- inginn fyrir brjóstinu er ekki eins altæk og sorgir og áhyggj- ur æskunnar. Einnig hún líkist meira sorg barnsins, hún getur gleymzt eða dreifzt fyrir áhrif ytri atburða,: ilmandi kaffibolla, fagurs veðurs, skemmtilegrar bókar eða heimsóknar. En hún er þarna — bæði hjá baminu og öldungnum. Sorgin, ógeðið, misræmið. Og hún er varnarlaus. Barnið og öldung- urinn eru ofurseld æskufólki og þeim sem miðaldra eru. Það er hægt að fyrirlíta þau og af- rækja. Það er hægt að setja þau hjá og refsa þeim. Þau eru valdalaus. Þeir sem ungir eru og miðaldra hafa öll ráð þeirra í hendi sér. Þeirra er mátturinn, ríkið og dýrðin. Annað svipmót með börnum og gömlu fólki er, að kynlíf beggja er veikt. Það meinar þó ekki barninu að leika sér og öldungnum að njóta sólskins og bóka. Kynlífið, sú hvöt sem við- heldur ættinni, jafnvel í trássi við alla skynsemi, fyllir lífið áhugamálum, ókyrrð, einskonar æði sem stundum getur lýst sér í grimmd gagnvart þeim sem minnimáttar eru: börnum og gamalmennum. Börn verður að umbera: þau eiga eftir að verða fullorðin, „halda ættinni við“ — en gamal- mennunum er ofaukið, þeim er sæmst að hverfa sem fyrst. Þau verða að þola öfund þeirra sem yngri eru, ef þeim hefur tekizt að komast í góð efni, en fyrir- litningu þeirra, ef þeim hefur mistekizt. það. Þetta viðhorf á sinn þátt í að gera ellina þung- bæra — en sú líkn fylgir, að með áldrinum vex tómlæti og sinnuleysi um allt og alla . . . Þú setur upp skelfingarsvip — trúir þú mér ekki? Þá skal ég segja þér, að ell- inni fylgir einnig nokkur kald- hyggja sem veldur því, að manni verður nautn að því að segja hlutina umbúðalaust, rúna allri tálvon og blekkingu. Börnin segja líka oft í sakleysi óþægi- leg sannindi, sem okkur finnst að hefðu mátt kyrr liggja."
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.