Úrval - 01.02.1956, Qupperneq 71
BÖRN 20. ALDARINNAR ERU 200.000 ÁRA GÖMUL
69
uppi voru fyrir hundrað eða tvö
hundruð þúsund árum. Þér haf-
ið skrifað: „í líkamlegu tilliti,
í litningum sínum, er 20. aldar
maðurinn — með alla sína marg-
brotnu tæknimenningu — ná-
kvæm eftirmynd steinhöggvara
hinnar eldri steinaldar, sem uppi
voru fyrir 200.000 árum. Við
erum lifandi tímatalsvilla, því
að líkamir okkar voru uppi sam-
tímis mammútdýrinu.“ Viljið
þér segja okkur hverjar eru hin-
ar vísindalegu forsendur þess-
arar fullyrðingar ?
J. R.: Menn eldri steinaldar,
t. d. Krómagnonmaðurinn, voru
í líffæralegu tilliti alveg sam-
bærilegirvið nútímamenn: heila-
búið jafnstórt, andlitshalli og
andlitsfall eins o. s. frv. I dýra-
fræðilegu tilliti var Krómagnon-
maðurinn sama dýrið og nútíma-
maðurinn, og ekki er nein á-
stæða til að efast um, að hon-
um hafi svipað til okkar að and-
legu atgervi. Þegar við hugsum
um birni eða hreindýr þau, sem
lifðu á eldri steinöld, dettur okk-
ur aldrei í hug, að þau hafi ver-
ið öðruvísi í viðbrögðum sínum,
lunderni eða skynsemi en hrein-
dýr þau og birnir, sem nú lifa.
Hið sama á við um manninn.
Hin vönduðu verkfæri Kró-
magnonmannsins og listrænt
gildi listaverka hans -— mál-
verka, höggmynda og skurð-
mynda — eru nægileg sönnun
þess, að forfeður okkar á eldri
steinöld voru. gæddir miklum
vitsmunum. Við verðum því að
álykta, að allt frá eldri steinöld
— og vafalaust frá miklu eldri
tímum, þar sem vitnisburðir
hafa fundizt um tegundir er
líktust homo sapiens löngu áður
en Krómagnonmaðurinn kom til
sögunnar — hafi maðurinn ver-
ið að heita má eins og nú.
Arfgengi áunninna eiginleika.
Andstæðar þessari skoðun eru
auðvitað skoðanir þeirra, sem
telja, að samfélagið sem mað-
urinn hefur skapað, hafi smátt
og smátt haft áhrif á líkamlega
erfðaeiginleika hans, að með
þjálfun vitsmunahæfileika og
siðfágun hafi hann eflzt að með-
fæddum gáfum og siðmenningu.
Kenning þeirra er í stuttu máli
sú, að vitsmunalegar og siðgæð.
islegar ,,framfarir“ mannsins
hafi orðið fyrir áhrif „siðmenn-
ingar“, og að þessar „framfar-
ir“ gangi að erfðum og geti
haldið áfram í það óendanlega.
Slík kenning, slík trú, sem er
talsvert útbreidd, er fyrst og
fremst byggð á þeirri tilgátu,
að áunnir eiginleikar séu arf-
gengir.
Hér er því, eins'og' yður mun
l.jóst, um að ræða eitt af þýð-
ingarmestu vandamálum líf-
fræðinnar, og jafnframt það
sem almenningur hefur mestan
áhuga á. I hvert'skipti sem ég
drep á þetta atriði — hvort
heldur í grein eða erindi —
berst mér sægur bréfa, sem flest
tjá undrun, vantrú eða von-
brigði. Það er sem sé engum