Úrval - 01.02.1956, Page 72

Úrval - 01.02.1956, Page 72
70 ÚRVAL blöðum um það að fletta, að trúin á arfgengi áunninna eigin- leika er mjög útbreidd. Það er einnig almenn skoðun, að sjá megi mörg dæmi þessu til sönn- unar. Okkur er sagt frá því, að Evrópumenn, sem lifað hafa í Asíu eða Afríku, hafi, eftir að þeir komu heim, eignazt börn, sem báru einkenni íbúa þessara heimsálfa. Okkur er bent á fjöl- skyldur, sem hafa til að gera atvinnulega sérhæfileika, er virðast þroskast frá kynslóð til kynslóðar; sumir ganga svo langt að fullyrða, að þess megi sjá merki í sumum „mennta- mannaættum“, að hendurnar fari minnkandi með hverri kyn- slóð. Þar við bætist, að ríkt er í mönnum að óska þess að reynsla foreldranna — reynsla í víðtæk- ustu merkingu orðsins — falli að einhverju leyti í skaut af- komendanna. En líffræðingur- inn veit fullvel, að engin gild rök er hægt að færa fram til stuðnings þessari trú. Hingað til hefur engin tilraun, sem gerð hefur verið til að sanna „arf- gengi áunninna eiginleika“ gefið annað en algerlega neikvæðan árangur. Pavlov, hinn kunni rússneski lífeðlisfræðingur, hélt einu sinni að honum hefði með dýratil- raunum tekizt að sýna að áunn- ir eiginleikar geti erfzt. Með því að hagnýta hin svonefndu skil- orðsbundnu viðbrögð — sem hann rannsakaði fyrstur manna •— tókst honum að venja mýs á að koma til að sækja sér æti undir eins og þær heyrðu sér- stakt hljóðmerki. Það kom í ljós, að afkomendur þessara músa voru örlítið fljótari að læra þetta en foreldrar þeirra. Með hverri kynslóð varð náms- tíminn styttri, unz að því kom, eftir allmargar kynslóðir, að ekki þurfti lengur að kenna músunum; þær komu hlaup- andi undir eins og þær heyrðu hljóðmerkið. Svo virtist sem viðbrögðin, sem Pavlov hafði vakið hjá fyrri kynslóðum, væru orðin náttúrleg viðbrögð, arf- gengur eiginleiki afkomend- anna. Ef þessar tilraunir hefðu ver- ið óyggjandi, myndu þær vissu- lega hafa sannað ótvírætt, að áunnir sálrænir eiginleikar geta erfzt. En því miður er nú orðið ljóst — og viðurkennt af Pavlov sjálfum — að alvarlegar misfell- ur voru á framkvæmd tilraun- anna, svo að ekkert var byggj- andi á niðurstöðum þeirra. Frek- ari tilraunir í sömu átt hafa verið gerðar, en alltaf án ár- angurs. Við neyðumst því til að álykta, að með tilraunum, að minnsta kosti, hafi aldrei tekizt að sýna fram á að áunnir sálrænir eiginleikar gangi að erfðum. Og sama gildir um á- unna líkamlega eiginleika •—- þ. e. ef við erum ásáttir um hvemig skilgreina beri „áunna eiginleika", því að ég hygg að ekkert í líffræðinni hafi valdið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.