Úrval - 01.02.1956, Side 74

Úrval - 01.02.1956, Side 74
■ORVAL, verð að játa, að í fljótu bragði virðist mér þetta harla ósenni- legt. Og er það ekki rétt munað hjá mér, að þessi skoðun sé í rauninni mjög umdeild? Ef þessi skoðun er ekki reist á einhverri fræðikenningu í erfða- fræði heldur á árangri tilrauna, er hafi ótvírætt sannað að áunn- ir eiginleikar geti ekki erfzt, hver eru þá rök Sovétlíffræð- inga af svonefndum „Michurin- skóla“ gegn henni? J. R.: Um Michurin-kenning- una er það að segja, að til- raunir þær sem hinir rússnesku líffræðingar og erfafræðingar hafa gert eru einkum á plönt- um; auk þess hafa þær enn sem komið er hvergi verið stað- festar af vísindamönnum utan Sovétríkjanna. Af skrifum Lysenko eins og þau hafa verið birt í Les Questions Scienti- fiques virðist mér mega ráða, að þau fyrirbrigði sem hann hefur séð snerti í rauninni ekki spurninguna um arfgengi áunn- inna eiginleika. Fyigjendur Michurins halda því t. d. fram, að fyrir áhrif umhverfis geti planta af einni tegund borið fræ af annarri tegund (hveiti geti t. d. borið byggfræ eða rúgfræ o. s. frv.). En hér er öllu frek- ar um að ræða gagngeran af- brigðileika eða stökkbreytingar (þó ekki stökkbreytingu í venju. legum skilningi, þar eð breyt- ingin er miklu gagngerari), sem hafa áhrif á allar erfðir þannig að plantan verður fær um að laga sig eftir hinu nýja um- hverfi. Að því er tekur til dýranna virðast mér kenningar Michur- ins einskis virði. Ef é'g á að segja mitt álit hleypidómalaust, þá tel ég að þessir Sovéterfða- fræðingar hafi ekki lagt fram neinar niðurstöður er séu sann- færandi og geti kollvarpað eldri vitnisburði sem fer í gagnstæða átt. P. B.: Þér notuðuð orðið ,, stökkbrey ting‘ ‘ (mutation). Hvaða merkingu leggið þér í það hugtak? J. R.: Stökkbreyting er breyt- ing í erfðastofni. Hún kemur skyndilega fram í æxlunar- frumu og gengur að erfðum til afkomendanna. Það er stund- um sagt, að nýr eiginleiki, fram komin við stökkbreytingu, sé áunninn eiginleiki. Og í vissum skilningi er það rétt, því að hann er eiginleiki, sem kynþátt- urinn eða stofninn hefur áunnið sér, en hann er ekki það sem líffræðingar kalla áunninn eig- inleika. Til þess að forðast rugl- ing, ættum við kannski að leggja niður orðin „áunninn eiginleiki" og nota í staðinn „eiginleiki, sem líkaminn (soma) hefur áunnið sér“. P. B.: Er það ekki rétt, að Sovétlíffræðingar telji arfgengi áunninn eiginleika í samræmi við kenningar Marx? J. R.: Jú, svo mun vera. Þeir telja þá borgaralega afturhalds- sinna, sem ekki aðhyllast kenn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.