Úrval - 01.02.1956, Síða 83

Úrval - 01.02.1956, Síða 83
G re ta Garbo eftir John Bainbridge. ÞaS leikur ekki á tveim tungum, að Greta Garbo er dáðasta leikkona, sem nokkru sinni hefur komið fram á kvikmyndatjaldi. Hún skipar algera sérstöðu í hópi hins mikla stjörnuskara á himni kvikmyndanna. Flestar hafa þessar stjörnur verið einskonar hala- stjörnur, sem runnu upp með skjótum hætti, tindruðu skamma hríð og hurfu síðan. En stjarna Gretu Garbo logaði lengur og skærar en stjarna nokkurrar annarrar leikkonu. Það eru nú 15 ár síðan Greta Garbo lék síðast í kvikmynd og er hún því yngstu kynslóö kvikmyndagesta aðeins nafn, en í endurminningu þeirra sem eldri eru, er hún samofin rómantík æskuáranna. Greta Garbo var á þeim tíma ímynd kvenlegrar fegurðar. Það stóð ljómi um nafn hennar. Fólk flykktist í kvikmyndahúsin til að sjá þessa goðum- líku kvenveru, kvenfólkið til þess að taka sér hana til fyrirmyndar (hún hafði á sínum tíma meiri áhrif á klæðaburð og fas kven- fólks um allan heim en nokkur önnur kona) og karlmennirnir til þess stutta stund að líta dauðlegum augum draumadís sína. — Yfir einkalífi Gretu Garbo hefur alla tíð legið hula. Hún vildi ekki lifa því í neonljósum auglýsinganna eins og flestar aðrar kvik- myndaleikkonur. Ævisagan sem hér fer á eftir gefur nokkra inn- sýn í það líf, sem hún reyndi alla tíð að leyna fyrir forvitnum augum fjöldans. Munu gamlir aðdáendur Gretu Garbo hyggja gott til þess að kynnast því nokkuð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.