Úrval - 01.02.1956, Side 86

Úrval - 01.02.1956, Side 86
84 ÚRVAL í Hollywood, lék hún í tuttugu og fjórum kvikmyndum, og' telja gagn- rýnendur margar þeirra sígild lista- verk, enda þótt leikkonan hafi aldrei hlotið Oscarverðlaun fyrir frábæran leik sinn í þeim. Bemskukárin. Greta Garbo fæddist í Stokkhólmi 18. september 1905. Hún var þriðja bam hjónanna Alfreds Gústavsson og Önnu Lovísu konu hans. Barnið var skírt Greta Lovísa Gústavsson og bar það nafn til átján ára aldurs. Eldri börnin voru drengur og telpa, er hétu Sveinn og Alva. „Ég var yngst af systkinum mínum," sagði Greta eitt sinn, ,,en þau komu ailtaf fram við riiig eins og ég væri þeirra elzt. Það var aldrei litið á mig sem litla telpu." Frá því að Greta fæddist og þar tii hún fór alfarin frá Svíþjóð, bjó hún hjá foreldrum sínum, en þau höfðu þægindalitla íbúð á fjórðu hæð í húsinu Blekingegata 19, sem er í hálfgerðu fátækrahverfi í Stokk- hólmi. Greta var hraust og gerðarlegt barn. Hún gekk undir gælunafninu „Keta", en þannig bar hún nafn sitt fram þegar hún var lítil. Hún lærði ung að fara á skíðum og skaut- um, eins og önnur börn í nágrenn- inu, og hún hjálpaði líka móður sinni við heimilisstörfin, enda þótt hún væri aldrei hrifin af þeim. I ágústmánuði 1912, tveim vikum áður en Greta varð sjö ára, hófst skólaganga hennar. Hún hélt áfram skólanámi til ársins 1919, en þá varð faðir hennar alvarlega veikur. Veikindin urðu langvarandi. Faðirinn var eina fyrirvinnan og komst heim- ilið því brátt í þrot. Móðir Gretu, systir hennar og bróðir fóru að vinna úti, en Greta annaðist heimilisstörf- in og hjúkraði föður sínum. Greta Garbo minnist ekki oft á bernskuár sín, en eitt sinn sagði hún vinum sínum frá því, að það hefði verið eitt af skyldustörfum hennar að fylgja veikum föðurnum einu sinni í viku til aðgerðar á lækn- ingastofu fyrir fátæklinga. Hún sagðist hafa orðið bæði hrygg og reið yfir því hve sárþjáður faðir hennar varð oft að bíða lengi, þar til röðin kom að honum. Hún sagðist þá hafa strengt þess heit, að verða fjárhagslega sjálfstæð og þurfa ekki að vera upp á aðra komin. Vinum hennar og kunningjum hefur stund- um gramizt hve sparsöm hún er og gætin í peningamálum. Það sannast á henni gamli málshátturinn: „Hvað ungur nemur, gamall temur". Fyrstu kvikmyndirnar. Faðir Gretu dó árið 1920, og eftir það hætti hún öllu skólanámi. Hún sagði móður sinni, að hún vildi held- ur fara að vinna. Enda þótt móðir hennar væri þessu mótfallin, lét hún undan, því að fjclskyldan barðist í bökkum. Greta var nú orðin 14 ára. Hún var svo þroskuð í útliti og framkomu, að fólk hélt að hún væri miklu eldri. Greta fékk fyrst atvinnu í rakara- stofu einni, sem tválflicka eða „sápu- stúlka". Þetta var allalgengur starfi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.