Úrval - 01.02.1956, Side 91

Úrval - 01.02.1956, Side 91
GRETA GARBO 89 leggja undir sig heiminn, ef honum tækizt að finna stúlku, sem efni væri í. Hann bað aðstoðarmann sinn, Arthur Nordén, síðar prófessor í sögu, að finna gott heiti handa þessari væntanlegu kvikmynda- stjörnu. Nordén stakk upp á Mona Gabor. Stiller varð hrifinn af uppá- stungunni og fór að bera nafnið fram á ýmsum tungumálum— Gábor, Gabór, Gabro — Garbo ..." * Stjarna fæðist. Stiller var nú búinn að gera fram- tíðaráætlanir varðandi „stjörnuna" sina og hún hafði hlotið nafn. Um leið og Greta Gustavsson féllst á að ganga undir próf hjá honum til reynslu, var hann búinn að finna stúlkuna, sem hann hafði leitað að. * Þegar Greta var leidd fyrir Stiller, varð honum að orði: ,,Ef þér viljið fá hlutverkið, verðið þér að léttast um að minnsta kosti tuttugu pund.“ Greta roðnaði. ,,En sjáið þið,“ sagði Stiller við félaga sína, sem viðstaddir voru, ,,er hún ekki falleg? . . . Hafið þið nokkurntíma séð önnur eins augnahár? . . . En, ungfrú, þér eruð alltof feit . . . Já, hún er afskaplega falleg. Takið eftir fótunum — hvað hælamir eru fallegir, alveg bein lína.“ Stiller hélt áfram að rausa x þessum dúr og félagar hans litu undrandi hver á annan. „Jæja, ungfrú mín," sagði Stiller og benti á legubekk, „leggist þér nú þarna og látist vera veik." Greta hikaði i fyrstu, en þegar hún sá að Stiller varð þungur á brúnina, gekk hún að legubekknum og lagð- ist fyrir. Hún var bæði feimin og utan við sig. Stiller gekk til hennar. „Hamingjan góða," hrópaði hann, „vitið þér ekki hvernig það er að vera veik? Hafið þér engar tilfinn- ingar? Þekkið þér ekki sorg og eymd? Hafið þér aldrei komið í leik- skóla?" Það lá við að Greta færi að gráta, en hún reyndi þó að leika hlutverkið eins vel og hún gat. Hvort sem Stiller var ánægður eða ekki, lét hann hana rísa á fætur að lokum og skipaði kvikmyndatökumanninum að taka myndir af henni meðan hún gekk fram og aftur um sviðið. Hann fór lofsamlegum orðum um hreyf- ingar hennar og vaxtarlag. Síðan sagði Stiller að hún mætti fara heim. Rithöfundurinn Ragnar Hyltén— Cavallius, sem vann með Stiller að handritinu að Gösta Berlings Saga, var ekki sérlega hrifinn af Gretu og komst í ónáð hjá Stiller fyrir að segja honum það. „Hún er feimin", svaraði Stiller. „Hún hefur ekki feng- ið næga æfingu og getur þessvegna ekki látið tilfinningar sínar í Ijós. En hún lagast. Ég skal sjá um það." Stiller drottnaði ávallt yfir kvik- myndaverinu eins og einvaldsherra. Hann tók einn þá ákvörðun að fela Gretu hlutverk Elísabetar Dohna, sem er annað aðalkvenhlut-v erkið I Gösta Berlings Saga. Myndin er byggð á skáldsögu, sem allir Svíar unna. Selma Lagerlöf hlaut Nóbelsverðlaunin fyrir þessa sögu, en í henni greiiiir frá ævintýrum hins kvensama og drykkfellda prests,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.