Úrval - 01.02.1956, Side 93

Úrval - 01.02.1956, Side 93
GRETA GARBO 91 tegundar, sem nefnd hefur við femme fatale. Það kveður lítið að leik henn- ar í myndinni, nema í einu atriði, þegar hún og söguhetjan eru að flýja á hestasleða yfir ísilagt vatn og úlfahópur er á hælum þeirra -— „úlfarnir" voru raunar þýzkir lög- regluhundar, en Stiller hafði bund- ið hárbrúsk á skott þeirra og þyngt þau með blýi — til þess að þeir færu ekki að gera þann óskunda að dingla rófunni. Meðan á eltingaleikn- um stendur, lætur Greta í ljós ótta sinn með því að ranghvolfa í sér augunum, andvarpa þungan og hrópa „Vargar! Vargar!“ um leið og hún rétti út handlegginn og bendir á úlfastóðið. Samkvæmt tilmælum Stillers hafði Greta haldið áfram námi í leik- skólanum jafnframt þvi sem hún lék í Gösta Berlings Saga. Þegar hennar var ekki þörf í kvikmynda- verinu, stundaði hún nám sitt í skólanum. Eftir frumsýningu Gösta Berlings Saga í Stokkhólmi, fór Stiller að undirbúa þýzka útgáfu myndarinnar. Eftir miklar samninga- umleitanir tókst honum að selja þýzka sýningarréttinn fyrir 100 þús- und mörk, en það var mikið fé á þeim tímum. Kaupandi sýningarrétt- arins var þýzka kvikmyndafélagið Trianon, sem hafði aðsetur i Berlín. Forseti félagsins, David Schratter, hélt til Stokkhólms til þess að und- irrita samninginn, en þá krafðist Stiller þess, að félagið greiddi allan kostnað í sambandi við för hans og Gretu á frumsýninguna í Berlín. Stiller sagði að hún þyrfti að fá ný föt til fararinnar og stakk upp á að Trianon greiddi strax í þ\l skyni fimm þúsund sænskar krón- ur. Schratter féllst á þetta og önnur skilyrði, sem Stiller setti á síðustu stundu. Snemma i september 1924 fóru þau Greta Garbo og Stiller til Berlín- ar. Myndinni var tekið mjög vel. Þýzk- ir kvikmyndagagnrýnendur lýstu k\ ikmyndinni Gösta Berlings Saga á þann'veg, að hún væri meistara- verk og hámark kvikmyndalistar- innar í heiminum. Félagið, sem sýndi myndina, hafði gert ráð fyrir að fá útlagðan kostn- að endurgreiddan á þrem vikum, en myndin var búin að borga sig á viku. Þjóðverjarnir voru svo ánægðir með þennan góða árangur, að þeir sím- uðu til Stillers, sem var kominn aft- ur til Stokkhólms með Gretu, og báðu hann að gera aðra mynd fyrir þá. Þegar Stiller hafði gert samn- ing, sem tryggði honum 150 þúsund mörk fyrir að stjórna töku mynd- arinnar, gerði hann þá kröfu, að Greta yrði líka ráðin hjá félaginu, þvi að hann kvaðst vera bundinn samningi við hana. Schratter féllst á þetta. Greta Garbo var ráðin í fimm ár og skyldi hún hafa fimm hundruð mörk í byrjunarlaun. Stiller kvaðst líka vera samningsbundinn við sænska leikarann Einar Hanson, og Schratter féllst einnig á að ráða hann. Síðan var tekið að semja um myndina sjálfa. Forráðamenn Trian- on vildu kvikmynda þýzka, róman- tízka ástarsögu, en Stiller var á öðru máli. Meðan verið var að kvikmynda Gösta Berlings Saga, hafði Stiller
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.