Úrval - 01.02.1956, Page 99

Úrval - 01.02.1956, Page 99
GRETA GARBO 97 hana á bannlista, þannig að hún fékk ekki starf hjá neinu öðru kvik- niyndafélagi. 1 þessu taugastríði við M-G-M, naut Greta Garbo mikils stuðnings Johns Gilberts, og það var að veru- legu leyti honum að þakka að sættir tókust að lokum. Hinn 1. júní 1927 var nýr samningur gerður milli hennar og félagsins, en samkvæmt honum skuldbatt hún sig til að starfa hjá félaginu næstu fimm árin. Byrj- unarlaun voru ákveðin fimm þúsund dollarar á viku, hækkandi upp i sex þúsund dollara vikulaun. Enda þótt Greta hefði nú 260 þús. dollara árslaun, sem var allsæmilegt á Hollywoodmælikvarða, gerðist hún ekki eyðslusöm. Hún keypti sér að visu gamlan Packardbíl og réði negra fyrir bílstjóra. En hún bjó áfram I litlu íbúðinni sinni í Miramarhótel- inu og fór að svipast um eftir ör- uggum spjarisjóði, þar sem hún gæti ávaxtað fé sitt. * „Sænski Sfinxinn". Sigurinn, sem Greta Garbo vann í átökunum við M-G-M, varð til þess að auka enn á frægð hennar. Þessi nýliði í háborg kvikmyndanna hafði með djörfung og festu boðið Louis B. Mayer byrginn, voldugasta manni Lvikmyndaheimsins. Almenningur taldi þennan sigur vott þess, að Greta Garbo væri gædd mikilli skarpskyggni, auk annarra kosta. 1 hugum manna fór Greta Garbo smámsaman að umskapast í eins- konar þjóðsagnaveru, sem var köll- uð „sænski Sfinxinn" og væri bæði dularfull og vitur. 1 næstu mynd, sem Greta lék í, fékk hún- hlutverk- við sitk hæfi. Myndin var gerð eftir hinni frægu sögu Tolstojs: „Anna Karenina“, en færð í nútímabúning og gefið heitið „Ást“. Nafnbreytingin hefur ef til vill stafaö af því, að þau Greta og John Gilbert léku aðalhlutverlcin í myndinni, en það var almennt álitið að þau væru hrifin hvort af öðru. M-G-M hefur séð sér hag í því að ýta heldur undir þann orðróm. Taka myndarinnar var erfið að mörgu leyti, en þó einkum vegna skapsmuna aðalleikaranna. Gilbert lagði allt kapp á að sýna Gretu hve snjall hann væri sem leikari og jafn- vel leikstjóri. Greta kvaðst ekki geta leikið, ef nokkur maður horfði á hana. Hún kvartaði líka oft urn þreytu. Samkomulagið milli Gretu og Gil- berts var ekki heldur alltaf sem bezt. Stundum voru þau mestu mát- ar; en það kom líka oft fyrir að þau töluðust varla við. En hvernig sem samkomulagið var, bar Greta þó alltaf undir Gilbert öll vandamnl varðandi kvikmyndina. Þótt taka myndarinnar gengi skrykkjótt, hlaut hún samt ágæta dóma og mikla aðsókn, þegar hún var sýnd. M-G-M þótti nú tími kominn til að gera mynd, sem borin væri uppi af Gretu Garbo einni. Eftir miklar bollaleggingar var það að ráði, að Greta færi með hlutverk Söru Bern- hardt í kvikmynd, sem byggð værí á leikritinu Stjörnushm, en það fjall-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.