Úrval - 01.02.1956, Page 102

Úrval - 01.02.1956, Page 102
100 TJRVAL flýttu sér að svara þessari spum- ingu. Sannleikurinn er sá, að síðasta þögla kvikmynd Gretu, Kossinn, var gerð tveim árum eftir að fyrsta tal- m>Tidin var sýnd. En árið 1929 var áhugi almennings á talmyndum orð- inn svo mikill, að M-G-M taldi ó- hyggilegt að slá þvi lengur á frest að Greta léki í talmynd. Ákveðið var að fyrsta talmynd Gretu skyldi gerð eftir leikritinu Anna Christie eftir Eugene O’Neill. Anna Christie var frumsýnd 14. marz 1930 í New York. Aðdáendur Gretu Garbo fylltu kvikmyndahúsið og biðu i ofvæni eftir fyrstu orðum gyðjunnar. Til þess að auka á eftir- væntinguna, hafði kvikmyndastjórinn séð svo um, að Greta kæmi ekki fram strax í upphafi myndarinnar. Loks opnast dyr hafnarknæpunnar og Greta stendur í gættinni. Hún er frekar fátækleg til fara og heldur á gamalli ferðatösku. Hún segir ekkert góða stund. Hún leggur frá sér töskuna og sezt þreytulega við borð. Loks segir Greta fyrstu orðin: ,,Láttu mig fá viski og öl.“ Og þeg- ar þjónninn fer að sækja drykkinn, lítur Greta við og kallar á eftir hon- um: „Og vertu nú enginn svíðingur, vinurinn." Fyrsta talmynd Gretu Garbo var stórsigur fyrir hana. Greta talmynd- anna var jafnvel enn dásamlegri en hin þögla kvikmyndadrottning. Það létti þungu fargi af forráðamönnum M-G-M, því að enn voru eftir tvö ár af samningstíma Gretu. Sá tími var notaður til hins ítrasta. Á næstu tveim árum lék Greta í sex nýjum myndum, sem hleypt var af stokk- unum með stuttu millibili. Þessar myndir voru: Romance (Rómantík), Inspiration (Yvonne), Susan Lenox, Mata Hari, Grand Hótel og A.s You Desire Me (Eins og þú vilt ég sé). Engin þessara mynda jók á frægð leikkonunnar svo teljandi sé. Flestar voru svo iélegar, að engin nema „mesta leikkona heimsins" hefði get- að leikið í þeim sér að skaðlausu. Hinn leiðslukenndi og fjarræni leikur Gretu á þessu tímabili, spratt ekki eingöngu af óbeit hennar á hin- um hversdagslegu hlutverkum. Or- sökina var einnig að finna í einka- lífi hennar. Kunningjar hennar sögðu, að hún hefði verið óvenjulega við- utan og skapþung um þetta leyti. Þeir sem hún starfaði með, urðu lítið varir við þetta, en þó gat það komið fyrir, eins og t. d. þegar kvikmynda- stjórinn vék sér að henni og sagði: ,,Þér eruð þreytuleg, ungfrú Garbo. Þér ættuð að fara heim. Þér hljótið að vera að deyja úr þreytu." Það var löng þögn áður en hún svaraði. „Deyja?" sagði hún loks. „Deyja? Ég hef verið dauð í mörg ár." # Kristín Svíadrottning. Samningurinn við M-G-M, sem var undirritaður 1927, rann út í júní 1932. Á því tímabili hafði Greta Garbo leikið í 17 amerískum kvik- myndum. Þau sjö ár, sem hún hafði dvalið í Hollywood, höfðu tekjur hennar fyrir leik í kvikmyndum num- ið 1,3 millj. dollara. (Tekjur hennar árið 1932 voru 312 þús. dollarar). Á fyrstu ánim Gretu í Hollywood \oru skattar tiltölulega lágir og auk
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.