Úrval - 01.02.1956, Page 109
GRETA GARBO
107
Síðasta myndin.
Heimsstyrjöldin síðari hafði ef til
vill meiri áhrif á leikferil Gretu
Garbo en nokkurs annars leikara í
Hollywood, vegna þess að myndir
hennar höfðu alltaf notið meiri vin-
sælda erlendis en i Bandaríkjunum.
Vafasamt er að nokkur af myndum
hennar hafi aflað tekna upp I kostn-
að með sýningum í Bandaríkjunum
einum saman. Eftir að styrjöldin
var komin í algleyming árið 1940,
var erlendi markaðurinn að mestu
lokaður. M-G-M kvikmyndafélagið sá
nú fram á nauðsyn þess, að gera
Gretu-Garbo-mynd, sem félli fyrst
og fremst í smekk Bandaríkjamanna.
eftir margar og miklar bollalegging-
ar komust ráðamenn félagsins að
þeirri niðurstöðu, að leikkonunni,
sem aflað hafði sér frægðar með
því fyrst og fremst að leika fagrar,
lífsþreyttar konur, hnepptar í silki-
viðjar vansællar ástar, yrði nú að
breyta í æskuteita, ameríska fegurð-
ardis. Greta Garbo féllst með hálfum
hug á þessa misráðnu fyrirætlun.
Myndin, þar sem hún átti að sýna
skemmtanafíkna, lífsglaða Ameríku-
stúlku, hlaut nafnið Two-Faced Wo-
man (Tvíburasystur). Það var síð-
asta kvikmyndin, sem Greta Garbo
lék i.
Undir eins og taka myndarinnar
hófst, hóf fréttadeild félagsins víð-
tækan áróður með það fyrir augum
að búa ameríska áhorfendur undir
komu „hinnar nýju Garbo". Það var
brátt á allra vitorði, að Greta Garbo
mundi sjást í baðfötum í fyrsta skipti
á amerísku tjaldi. Hin dulráða leik-
kona mundi nú ekki aðeins sjást
Bruna
Sjó
Líf trygg-
Þjófnaöar ingar
Ábyrgðar
og feröa
Vátryggingaskrifstofa Sigfúsar Sigkvatssonar Lækjargötu 2 (Nýja Bíó) Símar: 3171 og 82931.