Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 116

Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 116
Til lesenda. tJrval stendur nú á tímamótum í fleiri en einum skilningi. Að baki sér á það fjórtán árganga og kemur nú á fimmtánda árinu fram fyrir lesendur sína I nýjum fötum, í von um að geta kannski vakið svolítið meiri athygli á sér. Því er nefnilega ekki að leyna, að því finnst sem nú um nokkurt skeið hafi það ekki notið þeirrar athygli, sem æskilegt væri. Ekki ber þó að skilja þetta svo, að lesendur hafi snúið við því bakinu. Það er svo fjarri því, að miklu fremur verður að telja tryggð þeirra við tJrval til ein- dæma. Það má áreiðanlega telja þá áskrifendur Úrvals á fingrum annarrar handar sem sagt hafa upp áskrift sinni frá því að TJrval hóf göngu sína. Undirritaður minnist tveggja: annar sagði upp vegna þess að honum mislíkaði meðferð Úrvals á tiiteknu málefni og hinn vegna þess að hann var ekki lengur vinnufær og ellilaun- in hrukku ekki til. Nei, hér hefur annað verið að verki. Það er hin stórfellda breyt- ing, sem orðið hefur á lesefni þjóðarinnar á undanförnum árum. Þegar Orval hóf göngu sina var ekki annað hér á markaði, sem talizt gat til almennra tímarita en tvö vikublöð og tvö eða þrjú gamalgróin ársfjórðungs- eða árs- rit um bókmenntir og menningar- mál. Það var þvi rúmt um Orval á borðum bókaverzlananna. Ekki leið þó langur tími unz hér varð breyting á. Það bar æ tíðar við, að þegar Orval kom á borð bókaverzl- ananna var þar fyrir nýtt tima- rit. Tímarit þessi voru með ýmsu móti, ófá urðu skammlíf, en jafn- an kom nýtt ef eitt heltist úr lestinni, og oft frekar tvö en eitt. Þannig valt á ýmsu imz útgef- endur höfðu fundið tímaritum sín- um það form og efni, sem mai- aði þeim gull. Þá var eins og losnaði stífla. Satt, Sök, Sakamál, Lögreglumál, Amor, Sannar ást- arsögur, Venus — að ekki sé minnzt á „Nýtt Orval" — öll þessi nöfn og mörg fleiri af svip- uðu tagi birtust hvert á fætur öðru á borðum bókaverzlananna. Um tveggja ára skeið hefur nú verið svo þröngt á þessum borð- um, að þar hefur hvergi verið unnt að drepa niður fingri. Innan um fyrirferðarmikil tímarit með forsíðumyndum af brjóstamiklum leikkonum og nafntoguðum glæpa- mönnum hefur Orvali þótt þröngt um sig og fundizt sem það stæði höllum fæti i samkeppninni um athygli þess fólks, sem kemur í bókaverzlanir í leit að lestrarefni, hafandi ekki upp á annað að bjóða auganu en myndlausa for- síðu með smáletruðu efnisyfirliti. En þrátt fyrir þetta hefur Or- val haldið velli í þessari hörðu samkeppni og hefur nú fullan hug á að herða róðurinn. — Og er þá komið að þvi að geta annars, sem segja má að marki tímamót í sögu Orvals. Undirritaður, sem verið hefur ritstjóri Orvals frá upphafi, í góðri samvinnu við eigendur þess og útgefendur, tekur nú útgáfuna að öllu leyti í sinar hendur. Les- endurnir munu sjálfsagt láta sig litlu varða þessi eigendaskipti, og þeim mun minna sem ritstjórinn verður sá sami áfram og þvi tæp- ast stórfelidra breytinga að vænta á efni ritsins. En imdirritaðan langar þó til að nota þetta tæki- Framhald á 2. kápusíSu. STEINDORSPRENT H.F.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.