Úrval - 01.10.1958, Page 5
17. ÁRGANGUR
REYKJAVlK
5. HEFTI 1958
i sálufélagi við Priestíey.
Úr bókinni „The Priestley Companion",
eftir J. B. Priestley.
J. B. Priestley er einn af kunnustu rithöfundum Breta, og
„vafalaust fjölhœfastur þeirra enskra rithöfunda sem nú eru uppi“
eins og Ivor Broivn segir í formálsorðum að bók þeirri sem eftir-
farandi kaflar eru teknir úr. „The Priestley Companion“ er stór
bók (röskar J/OO síður) í ódýrri Penguin útgáfu og hefur Priestley
sjálfur valið efnið t hana. Það eru mest stuttir kaflar eða glefsur úr
verkum hans og gefa glögga og einkar geðþekka mynd af fjöl-
vísi hans og margþœttum áhugamálum, se-.n bera þvt vitni að
hann lœtur sér fátt mannlegt óviðkomandi. Eitthvað af leikritum
Priestleys mun hafa verið leikið hér á landi, enda er hann með
vinsœlustu leikritahöfundum í Bretlandi.
Andlit mitt og ég.
YRST þegar ég komst á full-
orðinsár ímyndaði ég mér í
ungæðislegri fáfræði minni
að ég hefði algert vald á and-
liti mínu. Ég var sannfærður
um að ég gæti leynt hvaða til-
finningum sem væri bak við þá
grímu sem ég kysi. Þegar ég fór
út á kvöldin og fyrir kom að
félagsskapurinn sem ég lenti í
reyndist mér æ hvimleiðari eftir
því sem á leið, var ég öruggur
um að enginn sæi það á mér.
Ég setti andlit mitt í skorður
þannig að það sýndi kurteisan
eða jafnvel vakandi áhuga; ég
setti upp bros og lét það hald-
ast, kveikti leiftur í augum mér
o. s. frv. Og svo fannst mér,
jafnvel þó að brosið virtist dá-
lítið stirt þegar líða tók á kvöld-
ið, að nú gæti ég öruggur gefið
mig á vald leiðindunum. Lang-
ur tími leið áður en ég komst
að hinu sanna, því að ég sá