Úrval - 01.10.1958, Side 9

Úrval - 01.10.1958, Side 9
£ SÁLUFÉLAGI VIÐ PRIESTLEY arana sem nærðust á honum. Ég sá lotnar kerlingar staulast aftur til verksmiðjanna og unga menn veslast upp af því að þeir fengu ekkert að gera og enginn kærði sig um þá. Ég þekkti þá ömurlegustu sóun sem til er, sóun á mannlegum lífs- þrótti. Ef sósíalisminn var leið- ín út úr ógöngunum, þá urðum við að fá sósíalisma. Ef hann var fólginn í fleiri og stærri verksmiðjum, þá urðum við að fá fleiri og stærri verksmiðjur. Ef hann var fólginn í stærri og stærri borgum, æ fleiri kvik- myndahúsum, knattspymuvöll- um, veðhlaupabrautum fyrir hunda, bílvegum, kvik-mynda- stjörnum, nefndum og ráðum, gistihúsum, skipulagningu til betri hagnýtingar orlofs, sjúkrahúsum, vegabréfum, út- varpi nótt og dag í hverju húsi, fréttasnápum og áróðri, flokks- foringjum til að skipuleggja líf okkar — gott og vel, þá urðum við að fá þetta allt saman. I versta falli var það betra en hinn grái ömurleiki sem ég hafði séð, hið djúprætta mein ranglætisins. En í öllu þessu fann ég aldrei neitt sem færði mér hinn leynda unað. Ekkert til að svala þorsta hjartans. Ef til vill var ég, þrátt fyrir við- leitni mína til að fylgjast með tímanum, ekki uppi á réttri öld; og þegar ég svipaðist um eftir því sem fært gæti mér varanlegan unað, varð ég ana- krónismi — tímatalsskekkja. Urval Þegar ég uggði ekki að mér, á síðkvöldum eftir langan dag, sitjandi í lest og of þreyttur til að lesa, eða þegar ég kom af l'okaæfingu á regnvotri sunnudagsnótt eftir miðnætti í Manchester eða Sheffield, skaut upp í huga mér því sem ég þráði, og það var alltaf eitthvað allt annað en það sem við erum öll að gera kröfur um. Stundum virtist svo sem höfuðborg í litlu þýzku hertogadæmi kringum 1830 stæði mér nær hjarta en allt það sem vinir mínir voru að gera áætlanir um eða það sem ég gat hjálpað til að koma í kring. Ég þráði stað sem hafði til að bera virðuleik og stíl borgar, en var hóflega stór og hreinlegur, með ósnortna sveit aðeins hálftíma gang frá mið- bænum, eitt gott leikhús, óperu- hús, sinfóníuhljómsveit, gott veitingahús alltaf setið góðum vinum. Lítinn, friðsælan blett þar sem allt er með menningar- brag og allir þekkja alla, en ekki heimsborg með skjannabjörtum neonljósum, byggða nafnlausum múg og tröllriðna auglýsinga- tækni. Að fá að vera eins og ég átti að mér á þessum kæra stað, í stöðu sem væri jafnþægi- leg og gamall inniskór, en ekki skrípamynd af sjálfum mér um álfur þverar. Að koma seint af æfingu og finna liljuangan. Að fá leikrit mitt leikið eins vel og hægt var, af reyndum starfs- bræðrum og vinum í þessu eina gamalkunna leikhúsi staðarins, 7
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.