Úrval - 01.10.1958, Blaðsíða 11
1 SÁLUFÉLAGI VIÐ PRIESTLEY
nokkur bók sem ég hafði lesið.
Draumsviðið var ósköp einfalt
og mátti sennilega rekja til þess
að skömmu áður hafði konan
mín farið upp í vitann í St. Cat-
herine til þess að athuga fugla.
Mig dreymdi að ég stæði einn
efst í geysiháum turni og
horfði niður á mergð fugla sem
flugu allir í sömu átt. Það voru
allar tegundir fugla sem til
voru í heiminum. Það var fög-
ur sjón að horfa á þennan
fuglastraum. En skyndilega
varð einhver dularfull breyting
á flughraðanum, tíminn tók á
rás, þannig að ég sá kynslóðir
fugla, horfði á þá brjóta skurn-
ið, hefja flug sitt út í lífið, eðla
sig og eldast, sá þeim daprast
flugið og deyja. Vængir uxu
aðeins til þess að visna, líkam-
ir lyftust til flugs og klufu
loftið spengilegir, en í næstu
andrá lagaði úr þeim blóð og
þeir hnigu til jarðar; sigð
dauðans var sífellt og allsstað-
ar að verki. Til hvers var öll
þessi blinda barátta fyrir líf-
inu, þessi brennandi þrá til að
prófa vængina, þessi skyndi-
eðlun, þetta flug, öll þessi til-
gangslausa áreynsla? Þegar ég
leit niður og mér fannst sem
ég sæi hið auðvirðilega æviskeið
hvers smáfugls sem í sjón-
hendingu, varð ég gripinn sár-
um trega. Væri ekki betra að
enginn þeirra, ekkert okkar
hefði fæðzt, að baráttunni væri
að fullu lokið? Ég stóð í turni
mínum, aleinn, gripinn sárri ör-.
ÚRVAL
væntingu. En nú breyttist hrað-
inn enn, tíminn geystist áfram
með slíkum ofsahraða, að ekki
sást nein hreyfing á fuglunum,
heldur voru þeir eins og enda-
laus slétta vaxin fiðri. En um
þessa sléttu fór nú einskonar
hvítur logi, sem geystist áfram
flögrandi og dansandi; og um
leið og ég sá þennan hvíta loga
vissi ég að hann var lífið sjálft,
sjálfur kjarni alls sem lifir. Og
í sömu andrá laust því niður í
mig eins og eldingu, að ekkert
skipti neinu máli, nú eða nokk-
urn tíma, nema þessi titrandi,
hraðfleygi lífslogi. Fuglar,
menn, skepnur, sem enn höfðu
ekki fengið lögun eða lit, ekkert
þeirra var nokkurs virði nema
á þeirri stundu þegar þessi lífs-
logi fór í gegnum þau. Það var
ekki neitt að syrgja; það sem
mér hafði fundizt vera harm-
leikur, var aðeins tóm eða
skuggamynd; því að í þessum
lífsloga skírðist nú öll sönn til-
finning og dansaði áfram með
honum. Ég hafði aldrei komizt
í kynni við þvílíka alsælu og í
lok þessa draums um turninn
og fuglana, og hafi ég ekki
varðveitt þessa sælu innra með
mér eins og helgireit í hjarta
mínu, þá er það af því að ég
er veikgeðja fáráðlingur sem
leyfir brjáluðum heimi að ryðj-
ast inn og troða undir fótum
hverja græna vísdómsnál sem
skýtur upp kollinum. Samt sem
áður hef ég ekki verið sami
maður síðan.
9