Úrval - 01.10.1958, Side 18

Úrval - 01.10.1958, Side 18
ÚRVAL TILRAUNIR MEÐ GERVISKYNFÆRI tyggjum. Spólan var úr fínum silfurþræði, sem einangraður var með polythene og undinn á járntein um þumlung á lengd. Utan um alla spóluna var brætt plast. Þegar læknirinn opnaði innra eyrað sá hann að fyrri skurðaðgerðin hafði valdið tals- verðu tjóni. Eftir nokkurt hik ákvað læknirinn þó að halda á- fram — í fyrsta lagi vegna þess að hann vildi geta sagt sjúkl- ingnum, að tilraunin hefði verið gerð og í öðru lagi vegna þess að hægt var að komast að lít- illi en heilli grein af heyrnar- tauginni. Við þessa grein voru þræðir spólunnar tengdir. Þrem dögum síðar var fyrsta prófunin gerð. Vísindamennirn- ir gerðu sér litlar vonir um á- rangur. Til þess voru aðstæð- urnar of óhagstæðar, auk þess efuðust þeir um að taug sem hafði verið svo lengi óvirk mundi enn geta borið skilaboð. Sá sem tala átti við heyrnar- lausa manninn stóð fyrir fram- an hljóðnema; hljóðneminn kom af stað straumi í spanspólu sem sjúklingurinn gat haldið þétt að gagnauga sér, og enda þótt sú spóla væri ekki tengd við spól- una í eyravöðvanum, spanaði hún straum í hana og hún leiddi síðan í taugina straumhögg sem svaraði nákvæmlega til hljóð- brigða raddarinnar. Svo fór að maðurinn heyrði hljóð, en það var svo blandað blísturshljóði að hann gat ekki greint orð. Hlutar heilbrigðs innra eyra breyta hljóði í rafstraum á flókinn hátt sem enn er óþekkt- ur. Spanstraumurinn í holdi mannsins sem nú barst til heyrnartaugarinnar hafði ekki verið breytt eftir sama „lykli“, og heilinn þekkti ekki þennan lykil og skildi þau ekki. Mað- urinn varð m. ö. o. að læra að hlusta á ný. „Ef við skiptum um augu,“ sagði Djourno pró- fessor við mig, „mundi okkur báðum reynast erfitt að átta okkur á því sem við sæjum. Og í þessu tilfelli hefur vél komið í stað eyra.“ Fyrstu mánuðina miðaði þessu námi mannsins mjög hægt áfram; hann gleymdi fljótt orð- unum sem hann hafði lært að þekkja. Þá var breytt um kennsluaðferð. 1 stað þess að láta hann læra mörg orð, voru nú tekin fyrir fá orð 1 einu og þrástagast á þeim lengi. Vegna þess að vísindamennimir höfðu enga reynslu að styðjast við var nauðsynlegt að prófa hve stórt tónsvið maðurinn gat greint. Það kom í ljós að hann gat greint bylgjutíðni niður í nokkur þúsund á sekúndu og upp í 40.000 á sekúndu. Venju- legt mannseyra greinir ekki hærri bylgjutíðni en 10.000 til 15.000. Heyrnarlausi maðurinn varð því fyrstur manna til að heyra hátíðnihljóð. Á hinn bóg- inn heyrir hann ekki eins vel viðvarandi hljóð og óregluleg hljóð. 16
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.