Úrval - 01.10.1958, Qupperneq 27
Konan mín og ég.
Úr bókinni „Meine Frau und ich“,
eftir Jo Hanns Bösler.
„Hjónaband ófullkomins manns og ncestum alfullkomnar konu“
er undirtitill þessarar bókar. 1 þessari skemmtilegu bók reynir
höfundur að gera upp reikninga hjónabands síns. Hann kvcentist
ungur, tuttugu og eins árs. Konuefnið, Kitty, var tœpra sextán
ára, leikkona frá Vín. Þrisvar hefur hann skilið við hana og þrisvar
kvœnzt henni aftur. Hann fann aldrei neina betri. Það liafði kon-
an raunar þegar sagt honum. Því að Kitty hafði einsett sér að
lifa í hamingjusömu hjónabandi, og ef einbeitt kona setur sér
markmið, þarf meira en smámuni til að koma i veg fyrir að hún
nái því ... .
FYRST verðum við að finna
hótelherbergi," sagði ég.
„Það verður erfitt, Jóhann-
es.“
„Því þá það?“
„Það er kaupstefna hjá fisk-
sölum í Hamborg og þá eru öll
hótel yfirfull. En ég hef enn
einu sinni hugsað fyrir öllu.“
„Og hefur pantað fyrir okk-
ur herbergi?“ spurði ég hrærð-
ur.
Kitty leit ástúðlega á mig.
„Hvað er að þér, Jóhannes? Ég
hef aldrei á ævi minni pantað
hótelherbergi. Og ekki gat ég
vitað fyrir víst að þú kæmir.
Skipið hefði getað farizt.“
„Hvernig hefurðu þá séð fyr-
ir öllu?“
„Ég sef hjá Waldenburger-
hjónunum?“
„Þú átt við að við sofum hjá
Waldenburgerhjónunum ?“
„Nei. Bara ég, Jóhannes. Þau
hafa aðeins eitt gestarúm. Það
er rúmið sem frú Waldenburg-
er svaf í þegar hún var ung
stúlka.“
„Og ég ?“
„O — þú finnur þér eitthvað,
Jóhannes. Ég er ekki hrædd um
þig . . .“
Er á leið varð ég samt hrædd
ur um mig. Svo virtist sem bók-
staflega hvert einasta rúm í
Hamborg væri setið. Ég hafði
farið með Kitty heim til Wald-
enburgerhjónanna. Gestarúmið
var eins og Kitty hafði sagt
mjótt ungmeyjarrúm. Herra
Waldenburger bauð mér að
færa saman þrjá nýtízku
stóla og búa um mig á þeim,
en ég afþakkaði boðið. Ég vildi
heldur fá almennilegt rúm. Ég
kvaddi því fljótlega, kyssti
Kitty góða nótt, án þess að fá
25