Úrval - 01.10.1958, Page 29
KONAN MlN OG ÉG
ÚRVALi
„Það er ég, herra minn. Her-
bergisnautur yðar.“
„Hvað er að?“
„Ég get ekki sofið.“
„Lesið þér þá glæpasögu.“
„Það er ekki til neins. Ég er
að deyja úr þorsta. Þér vilduð
nú ekki ná í annað glas af vatni
fyrir mig —“
„Hafið þér borðað eitthvað
salt?“
„Já. Af hverju spyrjið þér?“
„Ekki af neinu.“
„Má ég ónáða yður enn einu
sinni ?“
Það var ekkert undanfæri. Ég
kveikti ljósið, fór fram úr rúm-
inu, stakk tánum í inniskóna
og fór fram með glasið. Þegar
ég kom aftur rétti ég konunni
það.
„Ég heiti Áróra,“ sagði hún
þakklát.
„Vonandi heldur þetta ekki
áfram fram undir morgun!“
„Eigum við ekki að snjalla
svolítið saman?“ spurði Áróra
vingjarnlega.
„Ég er dauðþreyttur. Ég kem
alla leið frá Jamaíka. Maður
skilur fyrr en skellur í tönnum!“
Með þessu gamla orðatiltæki
vonaði ég að ég hefði stungið
upp í hana fyrir fullt og allt.
En henni var sýnilega skemmt
Ég hafði hækkað í áliti hjá
henni. Hún reis upp í rúminu.
„Herra minn —“
„Góða nótt, frú mín!“ sagði
ég stuttarlega, „og sofið þér nú
vel_!“
Ég hoppaði aftur upp í rúm-
ið. En ég gat ekki sofnað.
Áróra víst ekki heldur. Hún bað
mig að sækja fyrir sig annað
glas af vatni. Ég spratt upp
æfareiður. Nú var ég glaðvakn-
aður.
„Áróra,“ sagði ég, „má ég
ekki segja Áróra?“
„Velkomið, herra minn, vel-
komið!“
„Ég er með uppástungu."
„Látið hana koma.“
„Úr því að það er vilji ör-
laganna að við séum saman í
herbergi þessa nótt —“
„Vilji Amors, herra minn!“
„Einmitt. Við höfum þá okk-
ar hentisemi eins og við værum
hjón ?“
„Ég roðna, herra minn.“
„Já eða nei?“
„Ég beygi mig fyrir valdinu!"
andvarpaði Áróra.
„Við erum þá ásátt?“
„Já,“ sagði Áróra lágt.
Þá fleygði ég mér aftur út af,
sneri rassinum í konuna og
hreytti úr mér:
„Sæktu þér þá sjálf að drekka
og lofaðu mér að sofa í friði! “
'k ★ A
27