Úrval - 01.10.1958, Side 38
tJRVALi
ALLSNÆGTIR — ANDLEG EYÐIMÖRK?
Stratocruiser Sunbeam Fairline
Convertible de Luxe — rennur
áfram imdir skærbláum himni
í skugga laufmikilla pálmatrjáa.
Sjálfvirknifræðingurinn þrýstir
á einn hnappinn í mælaborðinu,
sá hnappur þrýstir á annan
hnapp sem sendir straum nýju
auga sem opnar hægt og virðu-
lega málmskyggða rennihurð-
ina á bílskúrnum.
Áfram rennur sá rjómaguli
að bílskúrsdyrunum, framhjá
landnemabrunninum með speg-
ilgler í botninum. Samtímis
opnast lofthlerarnir yfir dyr-
unum upp á gátt og í ljós kem-
ur stoppaður hani, sem heilsar
húsbóndanum með hljóðrituðu
gali.
Þessi fallega svipmynd er
ekki sótt í neinn framtíðarróm-
an. Hún er þvert á móti hreinn
og (ó)falsaður veruleiki, sem
er tiltækur þeim nærri 3% af
íbúum jarðarinnar sem búa í
landi hinna miklu möguleika
— enda þótt allir hafi ekki enn
eignast allar nýjungarnar sem
hinn lokkandi kjörmarkaður
hefur að bjóða.
Hreinræktaðastur er þessi
nýi heimur í einbýlishúsahverf-
unum í Kaliforníu, sem nú
spretta upp eins og gorkúlur.
Það getur t. d. verið Sunrise
Hills eða einhver annar bær með
jafnhljómfögru nafni þar sem
fimm þúsund ungar fjölskyldur
eru nýfluttar í fimm þúsund
spánný hús sem þær hafa keypt
upp á afborganir til langs tíma
og án nokkurrar útborgunar.
Þær búa þarna allar í eins hús-
um með garða sem liggja hver
að öðrum. Þær eiga ekkert ann-
að sameiginlegt en að hafa af
tilviljun orðið nágrannar í eins
húsum með eins uppþvottavél-
um, sláttuvélum og ótal öðrum
vinnusparandi tækjum. Allan
liðlangan daginn ganga konurn-
ar um í stuttbuxum og þunnum
blússum, og sumsstaðar er jafn-
vel farið að bóla á dýrkun nekt-
arstefnunnar. En lengra nær
menningaráhuginn heldur ekki.
Það virðist svo undursamlega
auðvelt að lifa, öllum sýnileg-
um ásteitingarsteinum hefur
verið rutt úr vegi og öll skil-
yrði ættu að vera til þess að
tilveran geti runnið fram jafn-
þýð og rjómaguli kádiljákur-
inn með sjálfskiptinum. Já, hér
-— fremur en nokkursstaðar
annarsstaðar — ætti slaraffen-
land ævintýrsins að vera orðin
að veruleika.
En reyndin hefur á einhvern
hátt orðið önnur. Nánast gagn-
stæð. Þróunin hefur á einhvern
undarlegan hátt hlaupið í bak-
lás. Ásteitingarsteinar sem
jafnaðir höfðu verið við jörðu
á einum stað eiga til að hefna
sín með því að skjóta upp enn
úfnari kolli ann^rsstaðar. Það
er ekki svo auðvelt að gefa hin-
um löngu tómstundum nýtt
kjarngott innihald — og eitt-
hvað verður að gera, illt ef ekki
annað.
Smám saman er tekið að
36