Úrval - 01.10.1958, Qupperneq 40
ÍJRVAL,
ALLSNÆGTIR — ANDLEG EYÐIMÖRK?
logandi kynþáttahatur verður
það fylgifé sem sjálfvirknin
fær í eftirdrag, og sem verður
henni æ þyngra í skauti því
meira sem hrúga verður — með
aðstoð auglýsingatækninnar —
af offramleiðslunni á heima-
markaðinn, jafnvel þótt hætta
sé á að sjúklingurinn verði
köfnunardauðanum að bráð.
En nú þegar þykjast menn
eyja síðustu hlekkina í orsaka-
keðjunni. Nagandi öryggisleysi
og uggur um framtíðina er far-
inn að grafa um sig 1 þessari
fögru mynd — fimm milljónir
atvinnuleysingja eru veruleiki
dagsins í Bandaríkjunum.
Á meðan stígur viðarkola-
reykurinn upp úr milljónum eins
útihlóða með fituna drjúpandi
úr steikinni, og löngu áður en
síðasta afborgunin hefur verið
greidd hafa hinir skuldugu
fjarlægzt æ meir í tíma og rúmi
hina ströngu landnámstíma,
sem nú er einmitt í tízku að
stæla. En reykjarsúlurnar stíga
æ hærra, og áður en nóttin er
liðin hafa þær runnið saman
í eina súlu sem gnæfir eins og
skuggi atómsprengjusveppsins
yfir heimilum mannanna.
Hvort skugginn er vörn eða
ógnun — um það vitum við
ekkert. Því að enn er spurning-
in sú sama: að vera eða vera
ekki. Kjósum við fyrri kostinn
þá bíður okkar hin eilífa bar-
átta milli beggja helminga
janusarandlits okkar — þess
sem gefur okkur hetjulund,
hæfileikann til að þola næstum
hvaða áreynslu sem er, og hins
sem gefur okkur bleyðiskapinn,
hinn lítilþæga eiginleika til að
þola næstum hvaða niðurlæg-
ingu sem er.
— O —
IAIeg þjónusta.
Maður settist við borð I veitingahúsi, tók brauðpakka upp
úr vasa sínum, hellti sér vatni í glas og byrjaði að borða.
Veitingahússtjórinn gekk til mannsins og ætlaði að finna að
þessu háttalagi hans.
„Hver eruð þér?“ spurði maðurinn.
„Ég er veitingahússtjórinn."
„Einmitt maðurinn sem ég þurfti að tala við. Hvernig stendur
á því að hljómsveitin er ekki að spila?“___ E . N
★ ★
Skrjfstofustjórinn var að tala við mann, sem hafði sótt um
næturvarðarstöðu. Eftir nokkrar samræður sagði hann: „1
hreinskilni sagt held ég að þetta sé ekki starf við yðar hæfi.
Maðurinn sem við þurfum verður að vera einbeittur og vak-
andi, hafa auga á hverjum fingri, hlusta eftir hverju hljóði
og tilbúinn til árásar án fyrirvara. Ég held að þessi lýsing eigi
ekki við yður.“
„Það er sjálfsagt rétt hjá yður, herra skrifstofustjóri. En ég
veit um annan sem lýsing yðar á alveg við. Ég skal senda
konuna mína til yðar.“ _
— Epoca.
38