Úrval - 01.10.1958, Page 41

Úrval - 01.10.1958, Page 41
AFRIKUDAGAR Úr bókinni „Grosz ist Afrika“, eftir A. E. Johann. Höfundurinn ferðaðist um þvera og endilanga Afríku árið 1955, alls um 50.000 km leið, til þess að kynnast háttum og siðum þeirra sem byggja álfuna svörtu, eða hina „þeldökku systur Evrópu“ eins og hann kallar liana í undirtitli bókarinnar. Kaflinn sem hér birtist segir frá merkilegum sið hjá Úkúanjama þjóðflokkinum þegar ung- ar stúlkur hljóta þroskavígslu sína, eru teknar í tölu fullþroska kvenna. EG var sá lukkunnar pamfíll að eiga þess kost að dvelj- ast sem gestur hjá Úkúanjama- þjóðflokknum um það leyti, sem ungu stúlkurnar héldu Efún- dúlahátíðina til að vígjast inn í nýtt líf sem fullvaxta konur. Þessi athöfn á ríkan þátt í fólkinu, enda stærsta og veiga- mesta hátíðin, sem fram fer á meðal þess. Allra athygli bein- ist að ungu stúlkunum, sem nú eiga að stíga hið örlagaríka spor og þeim furðulegum þraut- um, sem þær verða að yfirvinna, áður en litið er á þær sem full- vaxnar konur, nægilega þrosk- aðar til að giftast heitmanni sínum, er þær elska. Það var á síðustu árunum fyrir stríðið, að ég sá Efúndúla í fyrsta sinn hjá Úkúanjama- fólkinu, og það verður mér ó- gleymanlegur tími. Það átti þá enn einu sinni fyrir mér að liggja að sjá hina gömlu, ó- sviknu Afríku, hlusta á trumbu- sláttinn eins og hann hafði dun- að um skóga og sléttur álfunnar svörtu frá örófi alda og horfa á bjarmann frá flöktandi bál- inu leika um svitastorkna lík- ami dansendanna, svellandi brjóst þeirra, mjúkar axlir og vaggandi mjaðmir. Ég gat horft í dökk, starandi augu þessara Afríkubarna, sem dönsuðu eins og dáleidd klukkutímum saman við tilbreytingarlausa tóna hljóðfæranna og dynjandi undir- spil trumbunnar, fyrst í óstjóm- legri hrifningu, síðan máttvana, nær dauða en lífi af þreytu. Ung stúlka, sem ekki hefur gengið gegnum hreinsunareld Efúndúlunnar, má ekki eignast barn. Ef það kemur fyrir, ger- ist sami sorgarleikurinn og víða annars staðar, því að jafnvel í hinu fjarlæga Ambólandi taka 39
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.