Úrval - 01.10.1958, Síða 44
ÚRVAL
AFRlKUDAGAR
forðabúr og taka allt, sem þær
girnast. Á þær er litið sem kyn-
lausar verur, og allir verða að
taka þeim vel og láta að vilja
þeirra. I fylgd með þeim er
stöðugur hópur barnungra
þjóna, sem bera körfur fullar af
viðarösku, og er hlutverk þeirra
að sjá um, að Ojanangóló-stúlk-
umar séu alltaf grápúðraðar frá
hvirfli til ilja, svo að þær þekk-
ist ekki.
Vei þeim karlmönnum, eink-
um þó ókvæntum unglingum,
sem falla í hendur þessara
trylltu skjaldmeyja! Karlmenn-
imir eiga sannarlega ekki sjö
dagana sæla þennan reynslu-
tíma. Það er þó bót í máli, að
stúlkurnar koma venjulega upp
um sig með hringlinu í skelli-
snúrunum, svo að ungu mönn-
unum gefst tóm til að flýja eða
fela sig. En þó kemur það ó-
sjaldan fyrir, að skjaldmeyjarn-
ar ná þeim á sitt vald með
kænskubrögðum eða þær hlaupa
þá uppi langar leiðir. Sá, sem
ekki getur keypt sig lausan með
stórfé, er lúbarinn og flettur
öllum vopnum; það er hin mesta
smán, er yfir ungan Óvambó
getur dunið. Ekki má hann
verja sig, því að samkvæmt
ævagamalli trú þeirra úkúan-
jama-manna undirritar hann
með því sinn eigin dauðadóm.
Og þessar einkennilegu valkyrj-
ur leiða ekki* annað en ógæfu
yfir karlmennina á þessu tíma-
bili. Sá, sem er svo ólánsamur
að lenda í höndrnn þeirra, á
þess engan kost að flýja í næstu
orustu, er hann tekur þátt í;
hann verður óhjákvæmilega
tekinn til fanga af óvinunum og
seldur í þrælkun til fjarlægra
Ianda.
Að sex eða átta vikum liðnum
tekur ofríki stúlknanna að réna,
og karlmennimir geta dregið
andann léttara. Þeir verða þó a.ð*
gæta sín fram á síðustu stundu,
því að einmitt undir lokin brýzt
hinn taumlausi óhemjuskapur
Ójanangóló-stúlknanna fram í
enn djarfari og miskunnarlaus-
ari árásum en áður.
Meðan á þessu stendur sofa
stúlkurnar ekki í húsum inni,
heldur úti í kjarrinu, en stund-
um halda þær sig í réttinni þar
sem þær dönsuðu sig örmagna
fyrstu daga hátíðarinnar.
Nokkrar eldri konur hafa það
hlutverk að fara út í kjarrið til
þeirra og opinbera þeim leynd-
ardóma ástar og hjónabands og
útskýra fyrir þeim samvistir
karls og konu.
Loks er þetta einkennilega
tímabil á enda runnið. Ojanan-
góló-stúlkumar safnast saman
á dansstaðnum og dansa enn.
heila nótt. Næsta morgun koma
mæður þeirra eða frænkur þang-
að, til þess að þvo af þeim við-
aröskuna, er hylur allan líkama
þeirra. Þessar gráu verur, vof-
um Iíkár, breytast smám sam-
an í gjafvaxta stúlkur, sem
brúðgumamir bíða eftir með
óþreyju. Það er ekkert áhlaupa-
verk að hreinsa öskuna, sem
42