Úrval - 01.10.1958, Síða 44

Úrval - 01.10.1958, Síða 44
ÚRVAL AFRlKUDAGAR forðabúr og taka allt, sem þær girnast. Á þær er litið sem kyn- lausar verur, og allir verða að taka þeim vel og láta að vilja þeirra. I fylgd með þeim er stöðugur hópur barnungra þjóna, sem bera körfur fullar af viðarösku, og er hlutverk þeirra að sjá um, að Ojanangóló-stúlk- umar séu alltaf grápúðraðar frá hvirfli til ilja, svo að þær þekk- ist ekki. Vei þeim karlmönnum, eink- um þó ókvæntum unglingum, sem falla í hendur þessara trylltu skjaldmeyja! Karlmenn- imir eiga sannarlega ekki sjö dagana sæla þennan reynslu- tíma. Það er þó bót í máli, að stúlkurnar koma venjulega upp um sig með hringlinu í skelli- snúrunum, svo að ungu mönn- unum gefst tóm til að flýja eða fela sig. En þó kemur það ó- sjaldan fyrir, að skjaldmeyjarn- ar ná þeim á sitt vald með kænskubrögðum eða þær hlaupa þá uppi langar leiðir. Sá, sem ekki getur keypt sig lausan með stórfé, er lúbarinn og flettur öllum vopnum; það er hin mesta smán, er yfir ungan Óvambó getur dunið. Ekki má hann verja sig, því að samkvæmt ævagamalli trú þeirra úkúan- jama-manna undirritar hann með því sinn eigin dauðadóm. Og þessar einkennilegu valkyrj- ur leiða ekki* annað en ógæfu yfir karlmennina á þessu tíma- bili. Sá, sem er svo ólánsamur að lenda í höndrnn þeirra, á þess engan kost að flýja í næstu orustu, er hann tekur þátt í; hann verður óhjákvæmilega tekinn til fanga af óvinunum og seldur í þrælkun til fjarlægra Ianda. Að sex eða átta vikum liðnum tekur ofríki stúlknanna að réna, og karlmennimir geta dregið andann léttara. Þeir verða þó a.ð* gæta sín fram á síðustu stundu, því að einmitt undir lokin brýzt hinn taumlausi óhemjuskapur Ójanangóló-stúlknanna fram í enn djarfari og miskunnarlaus- ari árásum en áður. Meðan á þessu stendur sofa stúlkurnar ekki í húsum inni, heldur úti í kjarrinu, en stund- um halda þær sig í réttinni þar sem þær dönsuðu sig örmagna fyrstu daga hátíðarinnar. Nokkrar eldri konur hafa það hlutverk að fara út í kjarrið til þeirra og opinbera þeim leynd- ardóma ástar og hjónabands og útskýra fyrir þeim samvistir karls og konu. Loks er þetta einkennilega tímabil á enda runnið. Ojanan- góló-stúlkumar safnast saman á dansstaðnum og dansa enn. heila nótt. Næsta morgun koma mæður þeirra eða frænkur þang- að, til þess að þvo af þeim við- aröskuna, er hylur allan líkama þeirra. Þessar gráu verur, vof- um Iíkár, breytast smám sam- an í gjafvaxta stúlkur, sem brúðgumamir bíða eftir með óþreyju. Það er ekkert áhlaupa- verk að hreinsa öskuna, sem 42
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.