Úrval - 01.10.1958, Qupperneq 48
TJRVAL
grein fyrir þessum ágalla. Sömu
söguna geta fleiri sagt. Brezkir
litasérfræðingar, sem rannsak-
að hafa þessi mál, segja, að þó
nokkrir húseigendur hafi mál-
að hús sín skærblá í þeirri trú,
að það væri Ijósgrænn litur, er
þeir notuðu.
Dalton, efnafræðingurinn
mikli, sem var lítið fyrir prjál
eins og aðrir kvekarar, kom eitt
sinn móður sinni á óvart með
því að gefa henni skarlatsrauða
sokka á sextugsafmælinu! Hon-
um fannst endilega, að þeir
væru gráir.
Litblinda er að aukast. Tala
litblindra karla er komin upp í
12 prósent. I Bretlandi eru f jór-
ir karlar af hverjum hundrað ó-
færir um að greina sundur
grænt og rautt. Konum er ekki
nærri eins hætt við litblindu.
Aðeins ein af hverjum tvö
hundruð getur ekki gert grein-
armun á litum.
Hættulegasta tegund litblindu
er skortur á hæfileika til að sjá
muninn á rauðu og grænu. Það
er arfgengur ágalli, er berst frá
afa til sonar- eða dóttursonar
og dóttir litblinds manns getur
eignast litblinda syni, enda þótt
hún sjálf sé algerlega laus við
þennan ágalla.
Hvemig geturðu gengið úr
skugga um, að þú sért litblind-
ur? Blátt áfram með því að
gera á þér tilraun, sem nefnd er
ullarprófun Holmgrens. Hún er
mjög einföld og krefst ekki ann-
ars en nokkurra ullarlagða 1
ERTU LITBLINDUR?
mismunandi litum og svo próf-
dómara, sem ekki er litblindur
— það getur einhver vina þinna
annast.
Litimir, sem á þarf að halda
við prófunina eru ljós- og dökk-
grænt, gulbrúnt, appelsínugult,
gult, brúnt í mismunandi dökk-
um lit, blátt, blágrænt, purpura-
rautt, fjólublátt og loks Ijós- og
dökkrautt. Vinur þinn tekur upp
grænan ullarlagð og biður þig að
finna samsvarandi lit. Þú átt þá
að velja úr hrúgunni á borðinu
þá liti, sem grænt er í. Ef þú
hefur eðlilega sjón, gengur það
eins og í sögu, en ef þú ert lit-
blindur, ruglarðu græna litnum
saman við grátt, brúnt og aðra
grámózkulega liti.
Næst ertu látinn bera saman
rósrauðan ullarlagð og litina í
hrúgunni. Ef þér hefur mistek-
izt fyrri tilraunin, finnst þér
samsvarandi litir vera blátt,
blágrænt, grátt og fjólublátt.
Loks færðu til ákvörðunar
dökkrauðan lagð og átt að
benda á svipaðan lit í hrúgunni
á borðinu. Þú ert vís til að velja
dökkgrænt, olívugrænt, brúnt
og ef til vill dökkgrátt. I því til-
felli ertu fullkomlega litblindur
og getur ekki séð mun á rauð-
um og grænum umferðaljósum.
Fólk með eðlilega sjón, sem
er viðstatt þessar tilraunir, á
bágt með að trúa sínum eigin
augum.
Önnur einföld tilraun er
nefnd Ishihara. Við hana era
notuð spjöld með deplum í ýms-
46