Úrval - 01.10.1958, Page 51
1. mynd. Congo að mála. Hann er að vísu örv-
hentur, en takið eftir hve líkt hann heldur á
penslinum og maður. Hann fann sjálfur upp á
að halda þannig á honum.
APINN, SEM VARÐ ABSTRAKTMÁLARI
Grein úr „The New Scientist",
eftir clr. DESHIOND MORRIS.
EGAR blaðamaður nokkur
spurði Picasso um álit hans
á málverkum eftir simpansa,
gaf listamaðurinn táknrænt og
frumlegt svar. Hann beit frétta-
manninn. Congo, ungi karl-
simpansinn í dýragarðinum í
London, sem fékk myndir sínar
ræddar á síðasta þingi dýra-
fræðinga, hefur einnig haft
þann háttinn á, þegar blaða-
snápar hafa gerzt of nærgöng-
ulir. Hins vegar eiga málarar,
bæði meðal manna og simpansa,
furðu margt sameiginlegt, sem
meiri menningarbragur er á,
eins og væntanlega kemur fram
í frásögn minni af þróunarferli
Congos á listabrautinni.
Congo byrjaði að krota, þegar
hann var hálfs annars árs. Dag
einn var honum fenginn blýant-
ur og pappaspjald lagt fyrir
framan hann. I fyrstu var það
auðvitað hending, hvar blýant-
urinn lenti á spjaldinu, en þeg-
ar apinn hreyfði handlegginn
og sá línuna, sem hann hafði
dregið, starði hann lengi á hana
og hreyfði handlegginn meira
og meira. Þessu hélt hann á-
fram góða stund, dró línu eftir
línu, unz komið var heilt net af
blýantsstrikum á pappaspjaldið.
Næstu vikurnar gerði Congo
fleiri teikningar, og það kom
brátt í ljós, að á þeim var sér-
stakt mynztur, sem endurtók
sig hvað eftir annað. Línurnar
lágu eins og geislar út frá ein-