Úrval - 01.10.1958, Page 63

Úrval - 01.10.1958, Page 63
ÚRVAL framlengja megi lögmálið aftur fyrir upphaf lífsins og spyrja hvort það hljóti ekki að hafa verið þróun sem breytti lífvana sameindum í lifandi einfrumung. Meðan líffræðingar hafa unn- ið að því að sannprófa kenn- inguna um þróun lífsins, hafa efnafræðingar, lífefnafræðingar og jarðvegsfræðingar ekki verið aðgerðarlausir. Allt frá því að að Berthelot efnatengdi fyrstu lífrænu efnasamböndin, eins og þau sem finnast í lifandi ver- um, úr ólífrænum sameindum, hefur mönnum verið ljóst, að lifandi verur eru gerðar úr sömu frumefnum og eru í hinum ólíf- ræna heimi. En í lífverunum eru þessi frumefni tengd sam- an í geysistórar og margbrotn- ar sameindir, og hin stóra spurning er hvort slík efnasam- bönd hafi getað myndast við þau skilyrði sem ríktu á jörðinni þegar hún var ung. Með öðrum orðum: hvort þau hafa getað orðið til á ,,náttúrlegan“ hátt. Menn hafa komizt að raun um að þegar einföld efni eins og vetni, ammoníak, methan og koltvísýringur eru látin verða fyrir útfjólubláum geislum og rafmagni myndast úr þeim amínósýrur og þær eru einmitt forstig próteina eða eggjahvítu- efna. Sykur hefur einnig verið framleiddur með efnatengingu, og vitað er um sameindir sem eru gæddar þeim hæfileika að geta látið sér vaxa nýja hluti sem þær hafa misst og aðrar, ÞRÖUNARKENNINGIN 100 ÁRA eins og t. d. kjarnasýrur, geta verið einskonar mót fyrir mynd- un sameinda í sömu mynd og þær sjálfar. Það er því hægt að draga upp mynd af þróunarstigum sam- eindanna. Fyrst myndast marg- brotnar sameindir í frumhöf- um jarðarinnar fyrir áhrif frá sólarorkunni; næst myndast sameindir sem geta myndað sína líka fyrir örvandi áhrif frá hvötum og efnakljúfum; þar næst myndast sameindarkerfi með hæfileika til að mynda sína líka, og loks myndast svo utan um þessi sameindakerfi himnur sem halda þeim saman og höfum við þá hina lifandi frumu. Enn sem komið er er þetta lít- ið annað en víðtæk rannsóknar- áætlun; en reglusemi á öllu sem menn hafa til þessa uppgötvað í alheiminum styrkir vísinda- mennina í þeirri trú að þegar tvö hundruð ára afmæli þróun- arkenningarinnar verður haldið hátíðlegt muni fengin nægileg vitneskja til þess að staðfesta þessa tilgátu. Ef við snúum okkur nú að hinum enda þróunarinnar, mæta okkur þau vandamál sem snerta manninn, skynsemi hans og á- lyktunarhæfileika, hæfileikann til að skiptast á reynslu fyrir milligöngu hins talaða orðs, minnisgeymd liðinnar reynslu og siðgæðisvitund hans, m. ö. o. allt það sem skilur hann frá öðrum dýrum. Með hliðsjón af því að maður- 61
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.