Úrval - 01.10.1958, Side 74
ÍTRVAL
ÁST OG GRÓÐUR
Loks afréð hann að halda eftir ár-
bakkanum. Hann hafði læst garðhlið-
inu fyrir nokkru. Að sjálfsögðu var
hann með lykilinn, en hin leiðin,
yfir litlu, hvítu hrúna, þar sem áin
rann grunn og tær milli purpura-
litra elritrjánna og gegnum langa
liljuprýdda vatnið, var undurfögur.
Hann heyrði hratt fótatak á veg-
inum að baki sér þegar hann var að
opna hliðið. Hann leit við og sá mann
koma út úr skóginum. Maðurinn kall-
aði „Herra, herra", röddin var eins
og hávært hvísl.
,,Já, Medhurst,“ sagði hann, „hvað
er þér á höndum?"
Medhurst, sem var dökkur yfirlit-
um, með lágt suðrænt enni, ákaf-
lega ógeðfellt, næstum útlendings-
legt, brá hendinni upp að húfunni
og sagði:
„Mig langaði til að segja eitt orð
við yður, herra. Ef þér megið vera
að því, herra.“
Hann var loðmæltur og talaði
hægt. Þrátt fyrir hæverskuna og
smjaðrið í röddinni var eins og hún
byggi yfir falsi og undirferli, og
gremjan blossaði aftur upp í
Fitzgerald. Hann hafði aldrei getað
vanizt þessari útlendu, suðrænu
þrjózku, þessum dulbúnu svikum að
baki kurteisinnar, þessari yfirborðs-
hæversku.
„Það var út af húsinu, herra.“
„Húsinu ?“
„Já, munið þér ekki eftir því að
þér sögðuð að það yrði eitt hús laust
í apríl, herra.“
„Þú verður að tala við Fawcett
höfuðsmann," sagði hann. Það var
í verkahring Fawcetts að annast
slíkt og þvílíkt; Fawcett var ráðs-
maðurinn og þetta mál kom honum
einum við.
„Það þýðir ekkert að tala við
Fawcett, herra."
„Nú ?“
„Hann er svo fljótfær. Hann ætlar
að gera þetta og hitt og svo gerir
hann ekki neitt.“
„Ég hef aldrei haft ástæðu til að
ætla að FaJwcett væri þannig —■"
„Ég bý í kofa, herra," sagði Med-
hurst. Hann stóð teinréttur og var
mikið niðri fyrir. Svipur hans var
næstum ógnandi, að því er virtist
af eintómum taugaóstyrk. „Við höf-
um ekkert vatn. Við verðum að fara
hálfa mílu ef,tir vatni —“
„Hvar er þetta?"
„Niður við Sheeracre, herra."
„Mér er ekki kunnugt um að það
sé neinn kofi þar.“
„Ekki það, herra? Þetta er gamli
veiðimannakofinn. Veiðimennirnir
mötuðust þar í gamla daga.“
„Er hann úr timbri eða einhverju
öðru ?“
„Hann er úr timbri og tígulsteini,
ekki ósnotur —“
„Hvað ertu þá að nöldra? Þúsund-
ir manna hafa ekki einu sinni kofa
til að búa í.“
Hann snerist á hæli og það sauð í
honum gremjan. Hann heyrði að
Medhurst byrjaði á nýjan leik: „Það
er vatnið, herra. Það er af því að við
verðum að sækja vatnið handa barn-
inu, herra", og þá sá hann stúlkuna
aftur, spottakorn í burtu, hún kom
gangandi eftir veginum i áttina til
hans. Hún var hærri en honum hafði
sýnzt. Hún sveiflaði gula höfuð-
72