Úrval - 01.10.1958, Side 75

Úrval - 01.10.1958, Side 75
ÁST OG GRÓÐUR ÚRVAL klútnum, fyrst með annarri hend- inni, síðan með hinni, svo að hann slóst við langa, granna fótleggina eins og fagurlit svunta í sólskininu. Hann var búinn að gleyma Med- hurst, var alveg hættur að hlusta á hann. Þegar hann horfði á hana, fann hann aftur til hins einkenni- lega fiðrings i hálsinum. Hún gekk með löngum, mjúkum skrefum og dillaði sér ofurlítið í mjöðmunum. ,,Það var frosið í krananum fjórt- án eða fimmtán sinnum í vetur. Konan min var lasin. Við gátum ekki baðað barnið ■—“ Hann kinkaði kolli, eins og hann væri í raun og veru að hlusta á hann. En hann tók ekki eftir öðru en fótataki stúlkunnar, sem barst snökkt og hvellt upp i laufþekjuna. Skógurinn ómaði allur af kvaki svartþrastanna, það var yndislegt og minnti á klukknahljóm, en lengra í burtu heyrðist í gauk á flugi. Þegar hún var komin á móts við hann, lyfti hann hattinum ósjálfrátt; og í þetta skipti þóttist hann verða var við svipbrigði á andliti stúlk- unnar. Siðan gekk hún framhjá hon- um og sveiflaði ennþá höfuðklútnum, svo að endarnir spruttu eins og tveir gulir uggar út frá spengilegum lærunum, þegar horft var á eftir henni. Hann var enn að hugsa um hve miklu hærri og föngulegri hún var en hann hafði haldið, þegar Medhurst sagði: „Jæja, verð ég þá að tala við Fawcett, herra?“ „Ég býst við því. Já, auðvitað". Hvað gat hann sagt ? Hann hýsti hundrað og tuttugu manns á iandar- eigninni og núna, eftir striðið og eins og allt var í pottinn búið, varð varla hjá því komizt að . . . „Eg vil ekki gera upp á milli fólks,“ sagði hann. „Skilur þú mig?“ „Þér sögðuð að húsið mundi verða laust, herra —“ „Það má vel vera. Þú verður að spyrja Fa'wcett. Það er í hans verkahring." „Já, herra." Fitzgerald hélt af stað; ekki gegn- um skóginn eins og hann hafði ætl- að sér, heldur eftir veginum, I átt- ina að garðhliðinu. „Ef þú kemst ekki að samkomu- lagi við FaWcett, skaltu tala við mig aftur." Hann talaði eins og ó- sjálfrátt um leið og hann gekk burt. „En þú hefur þó þak yfir höfuðið. Það er komið sumar og ég býst við að þú verðir að sætta þig við þetta — „Já, herra", sagði Medhurst. „Góða nótt.'“ „Góða nótt!" Andartaki síðar var hann búinn að steingleyma Medhurst. Kippkom í burtu stóð stúlkan og var að bisa við að opna garðhliðið. Hann heyrði glamrið í járnhandfanginu. Þegar hann var kominn dálítið nær, kallaði hann: „Eg er smeykur við að hliðið sé læst. Ég er hræddur um að það sé enginn gangstígur þarna núna." Hún leit hægt við og horfði á hann. „En það hefur alltaf verið opið héma.“ Honum virtist vera ásökun í rödd 73
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.