Úrval - 01.10.1958, Side 75
ÁST OG GRÓÐUR
ÚRVAL
klútnum, fyrst með annarri hend-
inni, síðan með hinni, svo að hann
slóst við langa, granna fótleggina
eins og fagurlit svunta í sólskininu.
Hann var búinn að gleyma Med-
hurst, var alveg hættur að hlusta á
hann. Þegar hann horfði á hana,
fann hann aftur til hins einkenni-
lega fiðrings i hálsinum. Hún gekk
með löngum, mjúkum skrefum og
dillaði sér ofurlítið í mjöðmunum.
,,Það var frosið í krananum fjórt-
án eða fimmtán sinnum í vetur.
Konan min var lasin. Við gátum
ekki baðað barnið ■—“
Hann kinkaði kolli, eins og hann
væri í raun og veru að hlusta á
hann. En hann tók ekki eftir öðru
en fótataki stúlkunnar, sem barst
snökkt og hvellt upp i laufþekjuna.
Skógurinn ómaði allur af kvaki
svartþrastanna, það var yndislegt og
minnti á klukknahljóm, en lengra í
burtu heyrðist í gauk á flugi.
Þegar hún var komin á móts við
hann, lyfti hann hattinum ósjálfrátt;
og í þetta skipti þóttist hann verða
var við svipbrigði á andliti stúlk-
unnar. Siðan gekk hún framhjá hon-
um og sveiflaði ennþá höfuðklútnum,
svo að endarnir spruttu eins og tveir
gulir uggar út frá spengilegum
lærunum, þegar horft var á eftir
henni.
Hann var enn að hugsa um hve
miklu hærri og föngulegri hún var
en hann hafði haldið, þegar Medhurst
sagði:
„Jæja, verð ég þá að tala við
Fawcett, herra?“
„Ég býst við því. Já, auðvitað".
Hvað gat hann sagt ? Hann hýsti
hundrað og tuttugu manns á iandar-
eigninni og núna, eftir striðið og eins
og allt var í pottinn búið, varð
varla hjá því komizt að . . . „Eg vil
ekki gera upp á milli fólks,“ sagði
hann. „Skilur þú mig?“
„Þér sögðuð að húsið mundi verða
laust, herra —“
„Það má vel vera. Þú verður að
spyrja Fa'wcett. Það er í hans
verkahring."
„Já, herra."
Fitzgerald hélt af stað; ekki gegn-
um skóginn eins og hann hafði ætl-
að sér, heldur eftir veginum, I átt-
ina að garðhliðinu.
„Ef þú kemst ekki að samkomu-
lagi við FaWcett, skaltu tala við
mig aftur." Hann talaði eins og ó-
sjálfrátt um leið og hann gekk burt.
„En þú hefur þó þak yfir höfuðið.
Það er komið sumar og ég býst við
að þú verðir að sætta þig við
þetta —
„Já, herra", sagði Medhurst.
„Góða nótt.'“
„Góða nótt!"
Andartaki síðar var hann búinn
að steingleyma Medhurst. Kippkom
í burtu stóð stúlkan og var að bisa
við að opna garðhliðið. Hann heyrði
glamrið í járnhandfanginu.
Þegar hann var kominn dálítið
nær, kallaði hann:
„Eg er smeykur við að hliðið sé
læst. Ég er hræddur um að það sé
enginn gangstígur þarna núna."
Hún leit hægt við og horfði á
hann.
„En það hefur alltaf verið opið
héma.“
Honum virtist vera ásökun í rödd
73