Úrval - 01.10.1958, Page 77
ÁST OG GRÓÐUR
kastaníutrjám. Beggja vegna við
hann var viðáttumikill garðurinn,
eintómt graslendi, þar sem f járhópar
voru á beit, en hér og þar voru
skógarlundir, birki, fura og einstaka
risavaxið linditré. Hæðirnar í fjarska
voru klæddar beykiskógi, sem enn
var skærgrænn í kvöldsólinni.
„Ég tók eftir yður á fundinum",
sagði hann. „Eruð þér fluttar hing-
að?“
„Um stundarsakir. Ég bý hjá syst-
ur minni."
„Lengi ?“
„1 sumar,“ sagði hún.
Hann furðaði sig á því, hvað það
gæti verið, sem laðaði stúlku eins og
hana til svona staðar, það voru þrjá-
tíu hús í þorpinu, eitt veitingahús
og búðarhola, þar sem ekki var selt
annað en frímerki og skömmtunar-
vörur. Undir niðri hafði hann megn-
asta viðbjóð á þorpinu; hann hafði
andstyggð á hús,unum, sem minntu
á svínastíur, á skyrturæksnunum á
þvottasnúrunum, á slæpingjunum við
kráarvegginn, á kjaftakindimum, á
yfirborðskurteisinni, falsinu og hinu
sunnlenzka alúðarleysi. Þorpið var ein
allsherjar kjaftakrá. Og þessi slæð-
ingur af betri borgurum: uppþornuð
eiginkona einhvers sjóliðsforingja,
sem kominn var á eftirlaun; lækn-
isfíflið; og þessi leiðindalýður, sem
hafði flutzt til þorpsins í því skyni
að eyða þar elliárunum; brjóstum-
kennanlegir uppskafningar, sem voru
hvorki eitt né neitt, og biðu eftir
strætisvögnum haldandi á lánsbóka-
safnsbókum, sem bundnar voru sam-
an með mjóum leðurólum. Svo var
það líka gamli skólakennarinn, reglu-
ÚRVAL
legur bolsi; og málafærslumaðurinn,
sem kom um helgar og stal öllum
fiski, sem eftir var, þegar hegrarnir
og aðrir höfðu komið i lóg öllum
silunginum, sem hann hafði klakið
út. Þetta voru eintómar klíkur;
þorpsfólkið var eins og viðbjóðsleg-
ur kornmaðkur, það nartaði í allt og
gróf sig inn í allt með hinu smá-
smugulega, rotna og mannskemmandi
kjaftæði sínu.
„Jæja, hvemig lizt yður á fólkið
hérna?“
„Ég er ekki búin að vera hér nema
viku.“
Þau voru komin framhjá síðustu
kastaníutrjánum. Hann hafði megna
óbeit á þessum stað. Nú tóku við
steinsteypt skriðdrekabyrgi, hálf-
hrundir skálar, gömul hereldhús, múr-
steinsofnar, svartir af sóti, allt á
kafi í brenninetlmn; þannig var um-
horfs alla leiðina að stóra húsinu,
sem einu sinni hafði verið svo
skjannahvítt, að það sázt greinilega
af hæðunum fimm mílur í burtu.
„Hvernig vissuð þér um þennan
stig?“
„Ég kom hingað oft þegar ég var
lítil. Frændl minn bjó hér. Systir
mín býr núna i húsinu hans.“
„Hvað hét hann?“
„Russell," svaraði hún. „Þekktuð
þér hann?“
„Nei,“ sagði hann. „Það held ég
ekki. Eg þekki ekkert af fólki.
Eruð þér ungfrú Russell?"
„Élg heiti Ferguson."
„Og hvað annað?'1
„Sara," sagði hún.
Af stéttinni handan við kastaníu-
trén, þar sem hermannaskálamir
75