Úrval - 01.10.1958, Qupperneq 78

Úrval - 01.10.1958, Qupperneq 78
ÚRVALf ÁST OG GRÓÐUR höfðu verið jafnaðir við jörðu, var gott útsýni yfir alla landareignina, sem var geysivíðáttumjkil og grös- ug. Fáeinar byggingar, nýju fjósin, hvít steinsteypuhús með grænum þökum, úr afbragðs efni sem hann hafði sjálfur fundið upp, blöstu við í f jarska. Þessar byggingar stungu dá- lítið 1 stúf við umhverfið, en sumarið, hinn voldugi heimur laufsins, mundi brátt hylja þær. Hann nam staðar, hallaði sér fram á járngrindina og horfði yfir garð- inn. Næturgali var að syngja ein- hversstaðar nálægt stóra, auða hús- inu, en hann var svo gagntekinn af útsýninu yfir vellina, þar sem féð var á beit og grasið þaut upp í heitri vorsólinni, að hann tók varla eftir söngnum. Hann benti með hattinum og fór að útskýra fyrir henni: „Sjáið þér til, þetta er allt kerfis- bundið hjá okkur. Við flönum ekki að neinu. Við plægjum slétturnar á þriggja eða fimm ára fresti og sáum í þær aftur. Það er grasið, sem allt byggist á —“ Hann þagnaði og leit á hana. „Leiðist yður ekki að hlusta á mig? Ég er víst ekki hrifinn af neinu eins og grasi. Það er eiginlega biblían min —“ „Hvað þýða þessar litlu gulu og hvítu tölur, sem eru á öllum hlið- stólpum?" „Það eru númerin á uppdrættinum yfir landið," sagði hann. „Við höf- um uppdrátt á skrifstofunni. Við litum hvert afmarkað svæði með mismunandi lit. Við tölusetjum það. Þessvegna getur okkur aldrei skjátl- ast—" Hún leit undan; mjúkur hálsinn sveigðist þegar hún hlustaði, þann- ig að það var óbrotin lína frá brjóst- inu upp á hvirfilinn. „Ég held að það sé næturgali að syngja þama hjá húsinu,“ sagði hún. „Ég hef verið að hlusta —“ „Ég er hræddur um að ég þreyti yður með þessu ræktunarmasi," sagði hann, þessu tali um grasið mitt.“ „Sei, sei, nei.“ „Alls ekki?“ „Þreyta mig?“ Hún hló; hann sá bregða fyrir snöggu og fallegu bliki í augum hennar og hann fann hvern- ig hann hitaði aftur i hálsinn þegar hún horfði á hann með dökkum augunum. „Haldið þér það?“ Hún leit um öxl og hló. Síðan gekk hún af stað og hann reyndi ekki að aftra henni; því að nú gat hann horft á eftir henni og virt fyrir sér langa, yndislega fótleggina, hvernig hún leið áfram mjúkum skrefum. „Er húsið autt? Búið þér ekki hérna núna?" „Nei, það er autt.“ „Það var svo fallegt." Hann flýtti sér til hennar. Á flöt- inni fyrir framan húsið, milli stóru sedrustrjánna, var samfellt brenni- netlukjarr. Snjórinn hafði brotið nið- ur magnoliatréð, sem stóð upp við suðurvegginn. Og höfðu ekki kamelí- urnar verið þarna líka ? Hann minnti það. „Þér ættuð að búa í því." „Hérna? Það er ekki hægt. Það þarf svo margt fólk —“ „Én það væri svo skemmtilegt! 76
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.