Úrval - 01.10.1958, Side 80

Úrval - 01.10.1958, Side 80
ÚRVAL klútinn hverfa milli kastaníutrjánna, tók hann svarta hattinn ofan og brosti. Nógur var tíminn, sagði hann við sjálfan sig. Sumarið var rétt< að byrja. 2. Þegar hann kom að litla ibúðar- húsinu í norðanverðum garðinum, stóðu dyrnar opnar í kvöldblíðunni og hann kallaði: „Ertu þarna? Er einhver heima?“ Konan hans svaraði ekki. Það var sjaldgæft, að hún svaraði. En stúlk- an, sem annaðist matreiðsluna fyrir þau, kom svuntuklædd fram úr eld- húsinu og sagði: „Gott kvöld, herra. Frú Fitzgerald hefur ekki verið heima í dag, herra.“ Það kemur aldrei sá dagur fyrir, að hún sé heima, sagði hann við sjálfan sig. „Það er orðið áliðið,“ sagði hann. „Viljið þér ekki borða, herra? Maturinn getur orðið tilbúinn hve- nær sem er.“ „iÉg ætla að fá mér glas af víni fyrst,“ sagði hann. „Látið mig vita þegar þér eruð tilbúin." Hann hellti viskí í glas og gekk út í garðinn. Baunagrasið var þegar tekið að klifra upp eftir hesliviðar- stiganum. Hann sá mikinn mun á því, eins og öllu öðru, frá því daginn áður. Svölur svifu hátt i lofti með lágu kvaki, og á úthýsinu, sem einu sinni hafði verið svinastía og þvotta- hús, stóð nýja Gloire de Dijon-rósin þegar í fullu skrúði, safarík blóm hennar voru með rjómalit í kvöld- sólinni. Hann hafði breytt svínastíunni í ÁST OG GRÓÐUR bjómaskála. Allt hafði verið unnið af stakri smekkvísi; og nú var tæp- lega hægt að gera sér í hugarlund,, að þar sem rósin stóð og bláar lilj- ur í stórum pottum mundu blómg- ast allt sumarið, hefði einu sinni verið viðbjóðsleg svínastía eða að sigaunalýður hefði lifað í vesaldómi og sóðaskap í húsinu. Þetta var vott- ur þess, hvað hægt var að gera. Þegar hann reikaði um garðinn og horfði á klifurbaunirnar, rósirnar, sem höfðu sprungið út á einum degi, bláa og rauðgula blómstilka lúpín- unnar, fannst honum enn sem flóð sumarsins væri of ört, það var líkast hlýjum og unaðslegum flaumi. Hann fór að velta því fyrir sér, hvar konan hans væri. Það skipti svo sem engu máli, hann velti því, bara fyrir sér. Ef hann hefði ekki fyrir löngu verið orðinn leiður á að hugsa um þetta, hefði hann gizkað á, að hún væri hjá læknisfrúnni, sjóliðsforingjafrúnni eða á einhverj- um álíka notalegum stað að spila bridge. Hún virtist eyða flestum, dögum í að spila á spil við læknis- frúna I nágrenninu, eiginkonur mála- færslumannanna, sauðfjáreigendanna og uppboðshaldaranna, sem sáu um sölu á búpeningi. Hann hugsaði oft með sér, að í þeim ógurlega félagsskap hlyti að finnast einhver manneskja, sem hann gæti þolað, en til þessa hafði hann ekki rekist á neina slíka. Á veturna efndi hann til glæsilegra veiðiferða, en hann og kona hans höfðu lengi deilt harkalega um það, hverjum skyldi boðið. Eina lausnin á málinu, eins og hann hafði komist að orði, 78
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.