Úrval - 01.10.1958, Page 84

Úrval - 01.10.1958, Page 84
ÚRVAL, ÁST OG GRÓÐUR „Vertu ekki svona hryssingsleg'ur við barnið,“ sagði konan hans. „Ég er ekkert hryssingslegur," sagði hann, enda þótt honum væri Ijóst að það voru ósannindi. Hann gekk út um opnar dyrnar og út í garðinn og smellti glasinu á borðið um leið og hann fór framhjá. Það beið maður hjá hliðinu við sumarhúsið, og um leið og hliðið opnaðist sagði hann hátt: „Medhurst. Hvaða erindi átt þú við mig?“ „Ég er búinn að tala við Fawcett, herra.“ „Ég er að borða. Hvernig í fjand- anum stendur á því að ég skuli þurfa að fara út til þess að hlusta á einhverja þvælu um Fawcett?" „Fawcett sagðist hafa minnzt sjö eða átta sinnum á húsið við yður, herra." „Ekki man ég eftir því.“ „Allir vita að þér eruð dálítið gleyminn, herra, og ég er næstum viss um að þér hafið gleymt því.“ „Gleyminn ? Gleyminn ? “ „Þér eruð oft fjarverandi, herra. Þér eruð fjarverandi og vitið ekki hvað er að gerast hér.“ „Hvað er að gerast? Segið mér frá því.“ „Jæja þá, herra“, sagði Medhurst. „Jæja —“ „Jæja hvað?“ „Það er margt skrafað, herra. Það er talsverður hiti í mönnum.“ „Og út af hverju ?“ „Hinu og þessu", sagði Medhurst. „Hinu og þessu". Hann fann hvernig hjartað tók að hamast í brjósti hans við tilhugs- unina um hina vaxandi illgirni og nöldur umhverfis hann, við vitundina um ólöghlýðnina og upplausnina. Það var enginn efi á því, að hérna voru bölvaðir bolsarnir að verki. Það var ekki lengur eins og í gamla daga, þegar fólk var dyggðugt og löghlýðið og hélt tryggð við húsbónda sinn. Nú voru sífelldar vinnudeilur, ó- ánægja og órói. Hann ætlaði að fara að ræða dálítið um þetta, þegar Medhurst sagði: „Það er ekki meiningin að tefja yður frá matborðinu, herra. En mig langaði til að spyrja yður einnax spurningar." „Hvað er það?“ „Viljið þér koma og líta á kofann á morgun? Ég hugsa að þér hafið aldrei komið þangað niðureftir —“ „Jæja þá," sagði hann. „Ég skai koma." „Ágætt, herra. Þér komið þá nið- ureftir." Hann opnaði hliðið, gekk út um það og staðnæmdist fyrir utan. „Um sexleytið? þá verð ég kominn heim úr vinnunni og verð búinn að þvo mér." Það var ekki fyrr en Medhurst var kominn tuttugu eða þrjátíu skref í burtu að hann mundi eftir því, að hann gat ekki komið á þess- um tíma. Hann minntist stúlkunnar með gula klútinn með unaðslegri eftirvæntingu; og að þau ætluðu að skoða húsið saman á morgun. En þegar hann var kominn aftur inn, heyrði hann að bíl var ekið á brott. Það urgaði í gírum á hljóðum veg- inum, og hann vissi, að konan hans var farin, allt of fljótt, áður en hann gat talað meira við hana, Það var 82
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.