Úrval - 01.10.1958, Page 84
ÚRVAL,
ÁST OG GRÓÐUR
„Vertu ekki svona hryssingsleg'ur
við barnið,“ sagði konan hans.
„Ég er ekkert hryssingslegur,"
sagði hann, enda þótt honum væri
Ijóst að það voru ósannindi. Hann
gekk út um opnar dyrnar og út í
garðinn og smellti glasinu á borðið
um leið og hann fór framhjá.
Það beið maður hjá hliðinu við
sumarhúsið, og um leið og hliðið
opnaðist sagði hann hátt:
„Medhurst. Hvaða erindi átt þú
við mig?“
„Ég er búinn að tala við Fawcett,
herra.“
„Ég er að borða. Hvernig í fjand-
anum stendur á því að ég skuli
þurfa að fara út til þess að hlusta
á einhverja þvælu um Fawcett?"
„Fawcett sagðist hafa minnzt sjö
eða átta sinnum á húsið við yður,
herra."
„Ekki man ég eftir því.“
„Allir vita að þér eruð dálítið
gleyminn, herra, og ég er næstum
viss um að þér hafið gleymt því.“
„Gleyminn ? Gleyminn ? “
„Þér eruð oft fjarverandi, herra.
Þér eruð fjarverandi og vitið ekki
hvað er að gerast hér.“
„Hvað er að gerast? Segið mér
frá því.“
„Jæja þá, herra“, sagði Medhurst.
„Jæja —“
„Jæja hvað?“
„Það er margt skrafað, herra.
Það er talsverður hiti í mönnum.“
„Og út af hverju ?“
„Hinu og þessu", sagði Medhurst.
„Hinu og þessu".
Hann fann hvernig hjartað tók að
hamast í brjósti hans við tilhugs-
unina um hina vaxandi illgirni og
nöldur umhverfis hann, við vitundina
um ólöghlýðnina og upplausnina. Það
var enginn efi á því, að hérna voru
bölvaðir bolsarnir að verki. Það var
ekki lengur eins og í gamla daga,
þegar fólk var dyggðugt og löghlýðið
og hélt tryggð við húsbónda sinn.
Nú voru sífelldar vinnudeilur, ó-
ánægja og órói. Hann ætlaði að fara
að ræða dálítið um þetta, þegar
Medhurst sagði:
„Það er ekki meiningin að tefja
yður frá matborðinu, herra. En mig
langaði til að spyrja yður einnax
spurningar."
„Hvað er það?“
„Viljið þér koma og líta á kofann
á morgun? Ég hugsa að þér hafið
aldrei komið þangað niðureftir —“
„Jæja þá," sagði hann. „Ég skai
koma."
„Ágætt, herra. Þér komið þá nið-
ureftir." Hann opnaði hliðið, gekk
út um það og staðnæmdist fyrir
utan. „Um sexleytið? þá verð ég
kominn heim úr vinnunni og verð
búinn að þvo mér."
Það var ekki fyrr en Medhurst
var kominn tuttugu eða þrjátíu
skref í burtu að hann mundi eftir
því, að hann gat ekki komið á þess-
um tíma. Hann minntist stúlkunnar
með gula klútinn með unaðslegri
eftirvæntingu; og að þau ætluðu að
skoða húsið saman á morgun. En
þegar hann var kominn aftur inn,
heyrði hann að bíl var ekið á brott.
Það urgaði í gírum á hljóðum veg-
inum, og hann vissi, að konan hans
var farin, allt of fljótt, áður en hann
gat talað meira við hana, Það var
82