Úrval - 01.10.1958, Síða 100

Úrval - 01.10.1958, Síða 100
ÚRVAL ÁST OG GRÓÐUR svörtum rákum eftir eldinn, sem ekki sást. Síðan sté maðurinn á bak reiðhjólinu og kallaði um leið: „Þetta getur orðið alvarlegt, herra, ef hann gerir ekki rigningu." Þegar hann ók af stað, fannst hon- um hitinn svo óþolandi, að hann af- réð að halda ekki lengra, en sneri heim á leið. Maðurinn hafði rétt fyrir sér, þetta var orðin alvarlegt. Á allri hinni viðáttumiklu landar- eign sást ekki grænt strá; landið var eins og skákborð, með skræln- uðum, brúnleitum reitum, sem girtir voru sölnuðu limgerði. Sumarið hafði hvarvetna borið sinn eigin eld að grasrótinni, svo að allur gróður virtist vera að deyja út. Auðvitað vissi hann að grasið mundi ekki deyja út; hann þekkti það of vel til þess. Gras var undursamlega ei- líft, það var ómögulegt að granda því, það mundi spretta aftur, eftir eina eða tvær skúrir, á einhvern yfirnáttúrlegan hátt. Hann ók heim. Þegar hann var að leggja bílnum, heyrði hann raddir innan úr garðinum, og hann komst strax í slæmt skap, ef til vill af því að hann var þreyttur eða vegna þess að hitinn hafði verið svo óskaplegur. En það var ekki fyrr en hann var að ganga heim að húsinu, með jakk- ann á handleggnum, að honum varð ljóst, að húsið, garðurinn og blóma- skálinn —• sem áður hafði verið svínastía •—• var troðfullt af fólki. Það voru þarna fimmtíu eða sextíu manns og allir voru að flissa, masa og dreypa á glösum. Þá fyrst mundi hann eftir samkvæmi konu sinnar. Gestirnir heilsuðu honum uppveðr- aðir, spurðu hann frétta úr borgimii og hvort hann væri ekki þreyttur eftir ferðina. Hann gekk inn í garðinn með gin- glas í hendinni. Það var ekki hægt að þverfóta á grasflötinni fyrir drekkandi og masandi fólki, þetta var eins og hrafnaþing. Svo birtist konan hans í þrönginni og stefndi til hans hröðum skrefum. Hann reyndi að komast undan, en hún náði honum og hvíslaði milli tannanna: „Það er furðulegt hvað þú getur alltaf verið gleyminn." Hann afsakaði sig kuldalega: „Ég varð að koma við á skrifstofunni. Mér þykir þetta leitt." „1 guðs bænum, farðu nú og talaðu við fólkið úr því að þú ert kominn." „Ég hélt að þetta væri þín veizla," sagði hann. „Þínir vinir." Einkennilegt illgirnisglott lék um varir hennar. Hann skildi ekki þýð- ingu þess fyrr en seinna. „Þú átt hérna vini líka," sagði hún. Hann hafði aðeins tima til að fá sér eitt glas enn, áður en hann settist upp í bílinn og æki til stúlkunnar, sem beið hans eins og ævinlega. En allt í einu sá hann hana standa þarna á flötinni í miðjum gesta- hópnum, og horfa á hann. Hann stirðnaði upp og gat sig hvergi hrært. Hann gat jafnvel ekki lyft glasinu upp að vörunum. 1 meira en mínútu stóð hann grafkyrr og starði á hana, ringlaður og viðutan. Hún var í ljósgulum kjól með mjótt, svart belti og svarta hanzka. Gult var eftirlætisliturinn hennar, og 98
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.