Úrval - 01.10.1958, Qupperneq 102

Úrval - 01.10.1958, Qupperneq 102
ÚRVAL ÁST OG GRÓÐUR Gestunum var tekið að fækka og nú fór fólk að koma til hans, til þess að kveðja og þakka fyrir sig. „Þér skuluð þakka konunni minni," sagði hann. „Hún er snillingurinn, sem á allan heiðurinn skilið“. Hann gekk bak við blómaskálann og þar stóðu nokkrir gestir hjá mat- jurtareitnum. Tvær hnarreistar pip- armeyjar voru að krafsa með grá- um silkisólhlífum i sprunginn jarð- veginn, þar sem jafnvel illgresið var blátt og máttlaus eftir þurrkinn. „Við þekkjum ekki þessa kálteg- und með purpuralitu blómunum,“ sögðu þær við hann. „Við höfum ekki séð hana áður.“ „Sperglar." „Nei, það getur ekki verið. Þeir vaxa niðri í moldinni." „Það eru til tvær tegundir." „En einkennilegt! En merkilegt!" Allt í einu sá hann gula hattinum og kjólnum bregða fyrir bak við hálfvisnað, blómlaust baunagras. „Er þetta borðað?“ , „Efsti hlutinn." Stúlkan kom gangandi eftir stígn- um, ásamt konu sem hann bjóst við að væri systir hennar. Hann starði á hana. Hann fann snöggan sárs- auka fara um sig þegar hann horfði á langa, granna fótleggina hreyfast undir gulu pilsinu; hann sá stinn og þrýstln brjóstin bifast undir þunnu sumarefninu þegar hún gekk áfram. Hann reyndi að horfa í dökk, ílöng augu hennar, en hún leit ekki á hann. „Hvernig er þetta borðað?“ spurðu konurnar. „Það er eins og þistill." „Það er borðað áður en það nær þessum þroska,“ sagði hann. Stúlkan, sem var aðeins nokkra faðma í burtu, horfði beint fram- undan sér. „Er það soðið?“ spurðu konurnar. „Maður borðar það auðvitað soðið?“ „Eins og aðra spergla”, sagði hann. „Með sósu“. „Skrítið að maður skuli aldrei rekast á þetta". „Það er algengara í Frakklandi", sagði hann. Þegar hann var að sleppa orðinu, var stúlkan komin á móts við hann, og hann vék sér úr vegi fyrir henni. Honum fannst hún vera dásamlega falleg og hann varð gripinn ómót- stæðilegri löngun að snerta hönd hennar, um leið og hún gekk fram- hjá. Hann gleymdi öllu öðru. Á allri ævi sinni hafði hann aldrei þráð neitt eins ákaflega. Tilfinningin var likust sáru, skerandi hungri og hann gat ekkert aðhafzt. „Jæja, þakka yður fyrir, herra Fitzgerald," sögðu konurnar. „Þér eruð herra Fitzgerald, er ekki svo?“ „Jú.“ „Við vorum ekki alveg vissar. Við þekkjum konuna yðar auðvitað miklu betur." Hann anzaði engu. Þegar hænn reikaði aftur innan um gestina og gekk þvert yfir grasflötina, fann hann aðeins til sársaukafulls tóm- leika yfir því, að stúlkan skyldi vera farin. Þegar síðasti billinn var á brott, ætlaði hann að fara upp í herbergið sitt. Það var dimmt og hann lang- aði ekki til að kveikja. En þegar hann var kominn upp á stigapall- inn, opnuðust dyr, ljós flóði yfir 100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.