Bókatíðindi - 01.12.1996, Side 6

Bókatíðindi - 01.12.1996, Side 6
íslenskar barna- og unglingabœkur vildu eiga hana. Fílón frá Alexandríu segir frá at- hyglisverðum hugleið- ingum heimspekingsins Fílóns um boðorðin tíu. Veðurtepptur er kvæði um strák sem teppist hjá afa sínum í heila viku í Innstadal og á þar mjög skemmtilegar stundir. Bækurnar eru ríkulega myndskreyttar og sér- staklega miðaðar við þarfir yngri lesenda. 24 blaðsíður hver bók. B arnabókaútgáfan Dreifing: Bóksala kennaranema ISBN 9979-9154-1-2/-2-0 /- 3-9/-4-7 Leiðb.verð: 595 kr. hver bók. EKKERT AÐ MARKA! Guðrún Helgadóttir Ný bók eftir einn vin- sælasta bama- og ungl- ingabókahöfund Islend- inga sem m.a. hefur hlot- ið Norrænu barnabóka- verðlaunin. Ekkert að marka! er sjálfstætt fram- hald metsölubókarinnar Ekkert að þakka! sem út kom í fyrra. Þetta er skemmtileg saga fyrir börn og unglinga þar sem einstök kímnigáfa Guðrúnar Helgadóttur fær að njóta sín. Sögu- þráðurinn er spennandi og atburðarásin tekur hvað eftir annað óvænta stefnu. 125 blaðsíður. Vaka-Helgafell hf. ISBN 9979-2-1205-5 Leiðb.verð: 1.680 kr. ÉG GET SVARIÐ ÞAÐ Þorsteinn Marelsson Hér segir frá Stefáni og félögum bans sem eiga bráðum að fermast. A viðburðaríkum vetri vakna ýmsar spurningar sem varða þennan merka áfanga og inngönguna í fullorðinsheiminn. Gam- ansöm og spennandi saga eftir vinsælan höfund. 150 blaðsíður. Mál og menning ISBN 9979-3-1486-9 Leiðb.verð: 1.880 kr. FJÖLMÓÐSSAGA FÖÐURBETRUNGS Kristinn R. Ólafsson Þessi ævintýralegi tólftu- aldartryllir segir frá Fjöl- móði og stórvirkjum hans, frá Nóttu seiðkonu, Dreymu er ræður draum- um manna, hvítriddur- um úr Ginnungagapi, Sigurði Jórsalafara og mörgum fleirum. Berst sagan frá Islandi í huldu- heima og þaðan til eyjar- innar Majúrku þar sem Fjölmóður ratar í æsileg- ar mannraunir. Hér kveð- ur við nýjan tón í bók fyr- ir ungt fólk og alla sem unna þjóðlegum kynja- sögum. 128 blaðsíður. Ormstunga ISBN 9979-63-008-6 Leiðb.verð: 1.890 kr. FOaSEfrlSIAGTJMM ÆSEJEÖ FORSETASLAGURINN ÆSILEGI Kjarnó (Kjartan Arnórs- son) Enn þeysir Kafteinn Is- land fram til bjargar þjóð sinni. í þetta sinn er það erkióvinurinn Illugi ógeð sem dulbýr sig sem elsku- legan ættjarðarvin og býður sig fram til forseta. Þjóðin lætur glepjast, en Kafteinn Island sér í gegnum svindlið og tekur til sinna ráða. Eintómt grín og ærslagangur. 32 blaðsíður. Fjölvi ISBN 9979-58-293-6 Leiðb.verð: 1.150 kr. FRÍIÐ HENNAR FREYJU Anna Cynthia Leplar Sólarlandaferð Freyju er ævintýri líkust. Þessa skemmtilegu bók geta börnin lesið sjálf. Letrið er stórt, textinn einfaldur og skreyttur bráðfalleg- um myndum. 24 blaðsíður. Mál og menning ISBN 9979-3-1426-5 Leiðb.verð: 1.380 kr. FURÐULEGT FERÐALAG Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Æsispennandi og skemmti- leg saga um Börk, skógar- púkann Pansjó, vini þeirra og trén sem flýja eins og rætur toga undan illum öflum. Myndskreytt af Brynju Dís Bjömsdóttur. 102 blaðsíður. Dimma Dreifing: Bjartur ISBN 9979-9035-3-8 Leiðb.verð: 1.490 kr. FURÐULEGT FERÐALAG (Hljóðbók) Aðalsteinn Asberg Sigurðsson Höfundur les. 2 snældur. Hljóðbókaklúbburinn ISBN 9979-841-17-6 Leiðb.verð: 1.490 kr. GAURAGANGUR (Hljóðbók) Ólafur Haukur Símonarson Hin bráðskemmtilega saga um snillinginn Orm Óðinsson og uppátæki hans kemur nú út á hljóðbók í frábærum flutningi Ingvars E. Sig- urðssonar leikara. Sagan var flutt í Ríkisútvarpinu nú á haustdögum. 6 snældur. Hljóðbókaklúbburinn ISBN 9979-841-18-4 Leiðb.verð: 2.990 kr. Bóker best vina 6

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.