Bókatíðindi - 01.12.1996, Blaðsíða 42
_______________________________________________________________________
Þýdd skdldverk
ÚR ÁLÖGUM
Stephen King
Þýöing: Björn Jónsson
Einn góðan veðurdag er
Rósa búin að fá nóg í
fjórtán ára hjónabandi
sem líkist helst martröð.
Hún strýkur að heiman,
heldur til nýrrar borgar
og ætlar að heíja þar nýtt
líf. En hún hefur ástæðu
til að vera á varðbergi.
Eiginmaður hennar er
lögreglumaður, sem hef-
ur sérþekkingu í að finna
týnt fólk og hann ætlar
sér að finna hana og „tala
við hana í návígi“. Þegar
loks virðist ætla að fara
að birta til í lífi Rósu
hrannast allt í einu upp
óveðursský. En örlaga-
glíma hennar er marg-
slungin og þar kemur
ekki síst við sögu dular-
fullt málverk sem hún
festir kaup á.
Úr álögum - Nýtt meist-
araverk spennusagnakon-
rmgsins Stephen King.
420 blaðsíður.
Fróði
ISBN 9979-802-21-9
Leiðb.verð: 2.890 kr.
CJSCAR WlLDi;
ÚR DJUPUNUM
o|ö
ÚR DJÚPUNUM
Oscar Wilde
Þýðing: Yngvi
Jóhannesson
Bók þessi er sígilt bók-
menntaverk og eitt þekkt-
asta rit Oscars Wilde.
Hún kom fyrst út hér á
landi árið 1926 og er hér
í nýrri útgáfu.
150 blaðsíður.
Hörpuútgáfan
ISBN 9979-50-085-9
Leiðb.verð: 1.680 kr.
S/efan '/úweic
*eröfcf
sem oar
VERÖLD SEM VAR
Stefan Zweig
Þýöing: Halldór J,
Jónsson og Ingólfur
Pálmason
Austurrísk-ungverska keis-
aradæmið um síðustu
aldamót er vettvangur
þessarar gríðarvinsælu
minningabókar Zweigs.
Þetta er glæsilegt og
merkilegt tímabil í sögu
Evrópu, en um leið var
dansaður þar Hrunadans
sem leiddi til blóðugrar
styrjaldar. Bókin hefur
verið ófáanleg um árabil,
en hefur nú verið endur-
útgefin.
400 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-1380-3
Leiðb.verð: 799 kr.
VERÖLDIN ER
LEIKSVIÐ
Helgi Hálfdanarson
Ekkert mannlegt var
Shakespeare óviðkom-
andi. I þessari fallegu bók
hefur þýðandi hans,
Helgi Hálfdanarson, tek-
ið saman frægustu um-
mæli hins enska skáldjöf-
urs um ástina, fegurðina,
konurnar og skáldin, svo
dæmi séu tekin.
248 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-1465-6
Leiðb.verð: 2.480 kr.
ÞEGAR MEST Á
REYNIR
Danielle Steel
Þýöing: Skúli Jensson
Bækur Danielle Steel
njóta hvarvetna mikilla
vinsælda, eru gefnar út í
flestum löndum og hafa
selst í meira en 300 millj-
ónum eintaka. Þegar
mest á reynir er sautj-
ánda bókin sem kemur út
á íslensku eftir þessa
drottningu ástarsögunn-
ar. Spennandi fjölskyldu-
saga um hamingjuríkt
hjónaband, þar til elding
lýstur þau. Hlekkir
bresta, - en hjónin Alex
og Sam Parker ættu að
standa saman þegar mest
á reynir.
208 blaðsíður.
Setberg
ISBN 9979-52-157-0
Leiðb.verð: 2.230 kr.
/
[
Sfcð /la bóte
Bókabúð allan ársins hring
- þegar þér hentar
SókabúÍ He/faffíkur
Sólvallagötu 2 ■ 230 Keflavík V Sími 421 1102 - Fax: 421 5080
- DAQLEQA í LEIÐINNI
42