Bókatíðindi - 01.12.1996, Blaðsíða 36
Þýdd skáldverk
komulag hefur náðst um
á írlandi. Sean Dillon
fyrrverandi IRA-útsend-
ari verður að ráða niður-
lögum þeirra áður en þau
fremja enn eitt morðið og
koma af stað nýrri styrj-
öld. Áður en hann sjálfur
verður fómarlamb „Eng-
ils dauðans.“ Þetta er
æsispennandi bók um al-
þjóðlega glæpastarfsemi.
182 blaðsíður.
Hörpuútgáfan
ISBN 9979-50-080-8
Leiðb.verð: 1.980 kr.
FRÁSÖGN ÚR FJÖLL-
UM NIÐURLANDA
Cees Nooteboom
Þýðing: Sverrir
Hólmarsson
Cees Nooteboom hlaut
Evrópsku bókmennta-
verðlaunin 1993 fyrir
Söguna sem hérfer á eft-
ir. Hún var gefin út hér á
landi í tilefni af komu
hans á Bókmenntahátíð £
Reykjavík 1995. Frásögn
úr fjöllum Niðurlanda er
heillandi saga eftir einn
merkasta höfund sam-
tímans.
168 blaðsíður.
Vaka-Helgafell hf.
ISBN 9979-2-0374-9
Leiðb.verð: 2.480 kr.
FYRIR EINA RÖDD
Susanna Tamaro
Þýðing: Ólafur
Gíslason
í fyrra gaf Setberg út
fyrstu bókina eftir þessa
ungu ítölsku skáldkonu
Lát hjartað ráða för, bók
sem hvarvetna hlaut frá-
bærar móttökur. Þessi
nýja bók Fyrir eina rödd
er sögur úr samfélagi alls-
nægta, dagbækur, samtöl
og eintöl þeirra sem lifa
undir fargi útskúfunar í
samtíma okkar.
Raunsæjar frásagnir,
skrifaðar af dirfsku og
miklu hugmyndaflugi.
Susanna Tamaro er höf-
undur sem vert er að
fylgjast með.
160 blaðsíður.
Setberg
ISBN 9979-52-160-0
Leiðb.verð: 1.980 kr.
GILGAMES KVIÐA
Þýðing: Stefán
Steinsson
Elsta kvæði heimsins
hefur hún verið kölluð
þessi súmerska kviða þar
sem segir frá kappanum
Gilgamesi og stórkostleg-
um ævintýrum hans.
Gefin hér út í vandaðri
þýðingu Stefáns Steins-
sonar ásamt ítarlegum
formála um tilurð og
varðveislu kviðunnar.
220 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-1449-4
Leiðb.verð: 2.480 kr.
GLÆFRAFÖR í GIN
LJÓNSINS
Alastair MacNeill
Sam Mclndoe hafði oft
áður verið sendur í svað-
ilfarir inn á óvinasvæði —
en í ferðinni til Sikileyjar
var háskinn meiri en
nokkurn tíma fyrr: Það
var svikari í hópnum.
Hver var það sem lék
tveimur skjöldum og
beið færis að svíkja þau í
hendur Gestapo? Æsi-
spennandi stríðs- og
njósnasaga fyrir alla sem
kunna að meta magnaðar
og æsilegar sögur.
260 blaðsíður.
Iðunn
ISBN 9979-1-0297-7
Leiðb.verð: 2.680 kr.
HAMIXCIAN
HUÖjÍstiCN
BODIL U A M flf R <,
HAMINGJAN ER
HULIÐSRÚN
Bodil Wamberg
Þýðing: Björn Th.
Björnsson
Sagan um Victoriu Bene-
dictsson, ástarævintýri
hennar með Georg
Brandes og hörmuleg af-
drif þessarar gáfuðu
skáldkonu var eitt um-
ræddasta hneykslismál
Danmerkur á sínum
tíma. Bjöm Th. Björns-
son þýðir þessa bók um
ást í meinum.
126 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-1441-9
Leiðb.verð: 1.980 kr.
HESTAHVÍSLARINN
Nicholas Evans
Þýðing: Sigríður
Halldórsdóttir
Skáldsagan Hestahvíslar-
inn var seld fyrir metfá
áður en Nicholas Evans
hafði lokið samningu
hennar. Hún situr nú í
efstu sætum metsölulista
víða um heim og er verið
að kvikmynda söguna
með Robert Redford í að-
alhlutverki. Hestahvísl-
arinn er ógleymanleg og
ljúfsár ástarsaga en um
leið hrífandi ævintýri
sem líkt hefur verið við
Brýrnar í Madisonsýslu.
358 blaðsíður.
Vaka-Helgafell hf.
ISBN 9979-2-0329-3
Leiðb.verð: 2.480 kr.
Hinsta
andvarp
márans
SALMAN
RUSHDIE
HINSTA ANDVARP
MÁRANS
Salman Rushdie
Þýðing: Árni
Óskarsson
Þessi nýjasta skáldsaga
Rushdie fjallar um mikla
glæpi og stórkostlega
glópsku, útsmogin laun-
ráð haldast í hendur við
takmarkalausa skamm-
sýni og öll er frásögnin
mettuð þungum pipar-
ilmi ódauðlegrar ástar.
Þetta er jafnframt saga
Indlands og hnitast um
Bombay, enda olli út-
koma bókarinnar gríðar-
legu írafári þar, þvf býsna
nærri er höggvið mörgum
nafnkunnum persónum
landsins.
442 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-1419-2
Leiðb.verð: 3.880 kr.
36