Bókatíðindi - 01.12.1996, Side 24

Bókatíðindi - 01.12.1996, Side 24
--—---—----- ■ -------------------------------------------------------> Islensk skáldverk rismiklum og hörku- spennandi átökum. Blóðakur er önnur bók- in í þríleik Olafs Gunn- arssonar, tengd Trölla- kirkju þó að persónur séu aðrar. Spennandi og margbrotin frásögn, hlaðin stórviðburðum og rík af samlíðan höfundar með öllu því fólki sem hann hefur skapað. Blóðakur Ólafur Gunnarsson 508 blaðsíður. Forlagið ISBN 9979-53-300-5 Leiðb.verð: 3.880 kr. ‘+- ÚR DAGBÓK SJÓyiANNS Skáldsöguleg skýrsla BROT ÚR DAGBÓK SJÓMANNS Guðjón Sveinsson Gamall skipstjóri flettir tveimur dagbókum á víxl og rifjar upp tvær ferðir sínar til Kristjánssunds í Noregi. I huganum kvikna minningar um öldugjálf- ur, ilmandi angan skóga og svarthærða norska skógardís. - I vitund sér- hvers manns tekst veru- leikinn á við minninga- veruleikann, bak við amstur daganna leynist ævintýralegur örlaga- þráður. Höfundur segir hér í meitluðum óði óvenjulega ástarsögu af Islendingi í erlendri höfn. Brot úr dagbók sjó- manns er sérstæð og eft- irminnileg saga - í senn hugljúf og ljóðræn, spennandi og áhrifarík. 128 blaðsíður. Bókaútgáfa Æskunnar ISBN 9979-808-25-X Leiðb.verð: 2.690 kr. ÞÓRARJNN ELDJÁRN BROTAHÖFUÐ BROTAHÖFUÐ Þórarinn Eldjárn Haustið 1649 situr Guð- mundur Andrésson, ís- lenskur almúgamaður bak við lás og slá í kóngs- ins Kaupmannahöfn. Hann er skáld og fræði- maður sem aldrei lærði að bera tilhlýðilega virð- ingu fýrir veraldlegum og andlegum yfirvöldum og það verður honum að falli. I fangelsinu í Blá- turni bíður Guðmundur þess sem verða vill, lítur til baka og reynir að raða saman brotunum. Ahrifamikil söguleg skáldsaga, glettin og tragísk í senn, borin uppi af næmum mannskiln- ingi og aðdáunarverðri stílgáfu. 252 blaðsíður. Forlagið ISBN 9979-53-304-8 Leiðb.verð: 3.480 kr. DRAUGASINFÓNÍAN Einar Örn Gunnarsson Hrafh kemur til Reykja- víkur í byrjun árs 1940 til þess að læra bókband. Hann er á flótta undan vafasamri fortíð í litlu þorpi úti á landi. I höfuð- staðnum kemst hann í kynni við hóp andatrúar- manna og nýtir sér trú- girni þeirra. Undir yfir- borði gráglettinnar frá- sagnar greinir lesandinn sannfæringu Hrafns um að sá einn sé frjáls sem ekki á sér helgidóm og að brýnt sé að hafa blekking- una á valdi sínu í heimi þar sem vægðarleysið er vegurinn til veraldar- gengis. 240 blaðsíður. Ormstunga ISBN 9979-63-006-X Leiðb.verð: 3.390 kr. Bók erbestvina DRAUMAR UNDIR GADDAVÍR Elías Snæland Jónsson Hér dunar rokkið þar sem Presley þenur rödd- ina og kalda stríðið er í algleymingi. Um leið er slegið á viðkvæmari strengi þar sem ástin og dauðinn setja svip sinn á mannlífið. Listilega skrif- uð saga þar sem harður veruleiki og ljúfir draum- ar endurspeglast í hraðri frásögninni ásamt heit- um tilfinningum og djúp- um sársauka. 168 blaðsíður. Vaka-Helgafell hf. ISBN 9979-2-1201-2 Leiðb.verð: 3.290 kr. EN ÞAÐ ER EKKI ÓKEYPIS Þorsteinn Stefánsson Þessi bók er framhald skáldsögunnar Heitbaug- urinn, sem kom út á ís- lensku fyrir tveimur árum. Lesendur fá að kynnast eftirminnilegum persónum, sjá spaugileg- ar hliðar tilverunnar. Það er mikill fengur að fá sýn- ishorn af verkum skálds- ins fræga, sem svo lengi hefur dvalið fjarri fóstur- jörð. En það er ekki ókeypis fæst í bókabúðum, og einnig má panta bókina í í símum: 553-6057 og 588- 7536. 123 blaðsíður. Birgitte Hevrings Biblioteksforlag Leiðb.verð: 1.995 kr. ENDURKOMA MARÍU Bjarni Bjarnason Hvemig væri María mey sem ung kona í nútíma þjóðfélagi og hvernig tækju samtíðarmenn henni? Slíkar spurningar liggja til grundvallar þessari nýstárlegu sögu. María er efnilegasti nem- andinn í Kristsháskóla en má þola útskúfun sam- ferðamanna sinna. Sögu- maður, Mikael frá Blómsturvöllum, í senn sirkusmaður og uppfinn- ingamaður, kynnist Maríu og furðulegir atburðir taka að gerast. Töfrandi frásögn þar sem skilin milli draums og veru- 24

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.