Bókatíðindi - 01.12.1996, Blaðsíða 40
Þýdd skdldverk
dagsins, sýnir á sér
óvæntar hliðar í þessari
sögu um hinn minnis-
lausa tónlistarmann Ryder.
Bókin hefur nú verið
þýdd á um 30 þjóðtungur
og hvarvetna hlotið ein-
dæma viðtökur.
450 blaðsíður.
Bjartur
ISBN 9979-865-14-8
Leiðb.verð: 2.980 kr.
REFSKÁK -
EÐA BRÍKIN FRÁ
FLANDRI
Arturo Pérez-Reverte
Þýóing: Kristinn R.
Ólafsson
I lok fimmtándu aldar
hefur gamall meistari á
Niðurlöndum komið
fyrir manntafli í einu
málverka sinna. Skák-
fléttan túlkar atburð sem
hefði getað haft áhrif á
framvindu sögunnar í
Evrópu. Fimm öldum
síðar sameinast forvörð-
ur, fornsali og sérvitur
skákmaður um að leysa
úr þessari innbyggðu
skákþraut. Smám saman
rennur upp fyrir þeim að
þeir eru að dragast inn í
leikinn, og á sama tíma
tekur einhver að leika
sama leik rneð öðrum
leikmönnum þar sem
raunverulegir glæpir eru
framdir, einn af öðrum.
320 blaðsíður.
Ormstunga
ISBN 9979-63-005-1
Leiðb.verð: 2.990 kr.
Mary
Higgins
Œrk
RÓSIR
DAUÐANS
RÓSIR DAUÐANS
Mary Higgins Clark
Þýðing: Jón
Daníelsson
Tólfta spennusaga þessa
vinsæla höfundar en þær
fyrri hafa allar orðið met-
sölubækur um gjörvallan
heim. Mary Higgins
Clark bregst ekki lesend-
um sínum nú frekar en
endranær og heldur þeim
í magnaðri spennu allt til
siðustu blaðsíðu bókar-
innar.
290 blaðsíður.
Skjaldborg ehf.
ISBN: 9979-57-310-4
Leiðb.verð: 2.980 kr.
„HrfmnufsagWönRp
'löhgu glcymda dagal
-JcanM.AucI ' -V1
RÖDD ARNARINS
Linda Lay Shuler
Þýðing: Alfheiður
Kjartansdóttir
Sjálfstætt framhald met-
sölubókarinnar Konan
sem man en hún kom út
1995. Stórbrotin saga um
miklar ástríður og mann-
lega reynslu sem gerist á
13. öld meðal frumbyggja
Ameríku. Bókin sem þú
lest meðan þú bfður eftir
næstu skáldsögu Jean M.
Auel en Auel sagði ein-
mitt um Rödd arnarins:
„Þetta er skemmtileg og
hrífandi saga um löngu
gleymda daga“.
551 blaðsíða.
Vaka-Helgafell hf.
ISBN 9979-2-0373-0
Leiðb.verð: 3.680 kr.
SMÁSÖGUR
Fimm smásögur eftir jafn-
marga höfunda, þá Aug-
ust Strindberg, Ingvar
Orre, Vladimír Nabokov,
John O’Hara og Heinrich
Böll. Það eru Arnar Jóns-
son, Jóhann Sigurðarson,
Ragnheiður Steindórsdótt-
ir, Órn Ámason og Erling-
ur Gislason sem lesa. Hljóð-
bók á geisladiski.
75 mín.
Hljóðsetning ehf.
ISBN 9979-9264-2-2
Leiðb.verð: 1.990 kr.
Bók erbestvina
SVIKINN VERULEIKI
Michael Larsen
Þýöing: Sverrir
Hólmarsson
Michael Larsen siglir í
kjölfar landa síns Peter
Hoeg um bókmennta-
heiminn en Svikinn
veruleiki kemur nú út í
tuttugu löndum. Sagan
fjallar um morðmál en
þar virðist engu að
treysta, allra síst ljós-
myndum en þeim má
breyta að vild. Ósvikin
spennusaga!
253 blaðsíður.
Vaka-Helgafell hf.
ISBN 9979-2-0373-0
Leiðb.verð: 3.290 kr.
ROBERT JAMES VVALLER
TÓNLIST TVEGGJA
HEIMA
Robert James Waller
Þýðing: Helgi Már
Barðason
Ný skáldsaga eftir höf-
und metsölubókarinnar
Brýrnar í Madisonsýslu
sem fór beint á toppinn á
metsölulistum vestan
hafs. „Þetta er einkar vel
heppnuð saga um ást og
heitar tilfinningar sem
menn upplifa aðeins
einu sinni á ævinni en
reyna síðan að endur-
heimta allt til dauða-
dags“, sagði stórblaðið
Los Angeles Times um
Tónlist tveggja heima.
310 blaðsíður.
Vaka-Helgafell hf.
ISBN 9979-2-0327-7
Leiðb.verð: 2.480 kr.
TREGRÓF
Witi Ihimaera
Þýðing: Valdimar
Stefánsson
Fyrsta skáldsaga sem
skrifuð er af maóría, sem
eru frumbyggjar Nýja Sjá-
lands. Þetta er óvenjuleg
saga frá framandi menn-
ingarheimi.
250 blaðsíður.
Bjartur
ISBN 9979-865-15-6
Leiðb.verð: 2.480 kr.
40